Telja þörf á að styrkja gjaldeyrisvaraforðann

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. mbl.is/Karítas

Seðlabank­inn tel­ur þörf á að styrkja gjald­eyr­is­vara­forðann og mun bank­inn alls kaupa 6 millj­ón­ir evra, jafn­v­irði um 870 millj­óna króna, í hverri viku. Þetta var meðal þess sem fram kom í ræðu Seðlabanka­stjóra á árs­fundi bank­ans í gær. 

Þá kom fram að nú­ver­andi mat bank­ans er að neðri mörk forðans ættu ekki að vera und­ir 120% af því viðmiði.

Gjald­eyr­is­forðinn hef­ur minnkað und­an­far­in ár og fjár­mögn­un hans tekið stakka­skipt­um, einkum eft­ir gjald­eyr­is­sölu Seðlabank­ans í COVID-19 far­aldr­in­um og vegna gjald­eyr­isþarfar rík­is­sjóðs," sagði hann í ræðu sinni.

Þá kom fram að í árs­lok 2024 jafn­gilti forðinn 118% af forðaviðmiði Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins. Horf­ur eru á að hann minnki lít­il­lega að öðru óbreyttu á næstu miss­er­um vegna er­lendra greiðslna sem Seðlabank­inn sinn­ir fyr­ir rík­is­sjóð.

Því tel­ur Seðlabank­inn að styrkja þurfi forðann. Af þeim sök­um mun bank­inn því hefja reglu­leg gjald­eyri­s­kaup á inn­lend­um milli­banka­markaði á nýj­an leik 15. apríl næst­kom­andi, á 171 árs af­mæli frjálsr­ar versl­un­ar á Íslandi," sagði hann enn­frem­ur í ræðunni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK