This is a modal window.
Beginning of dialog window. Escape will cancel and close the window.
End of dialog window.
Ólafur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Birtu lífeyrissjóðs, er gestur í viðskiptahluta Dagmála sem sýndur er á mbl.is. Þar er meðal annars rætt um niðursveiflur á mörkuðum vegna tollaáforma Trumps, fjárfestingarstefnur lífeyrissjóða og málefni ÍL-sjóðs.
Talið barst að sjálfbærni. Spurður hvort sjóður eigi að horfa framhjá fjárfestingatækifærum ef það samræmist ekki UFS sjónarmiðum svarar Ólafur því að mikilvægt sé að horfa á báða þætti.
„Fjárfestingartækifæri eru ekki gott ef byggir á ósjálfbærum öðrum þáttum eins og aðgengi að mannauði og aðgengi að auðlindum ég þekki fátt sem byggir ekki á einhvers konar auðlind og frumskilyrði er að fjárfestingin sé arðbær og skili viðeigandi arðsemi en ég hafna því að það að setja fleiri mælikvarða á það geri það að verri ákvörðun," segir Ólafur.