Hefur barist við tvö ráðuneyti

Smyril Line Ísland getur boðið hraðari þjónustu með því að …
Smyril Line Ísland getur boðið hraðari þjónustu með því að keyra vagna inn í ekjuskip sín á meðan hin skipafélögin flytja í gámum, segir Óskar Sveinn Friðriksson. Morgunblaðið/Eggert

Óskar Sveinn Friðriks­son, for­stjóri fær­eyska skipa­fé­lags­ins Smyr­il Line Cargo Ísland, sem rek­ur þrjú flutn­inga­skip í sigl­ing­um milli Þor­láks­hafn­ar og Evr­ópu, auk farþega­ferj­unn­ar Nor­rænu, seg­ir að stefnt sé að því að tekj­ur fé­lags­ins verði orðnar um átján millj­arðar ís­lenskra króna eft­ir fimm ár. Á síðasta ári voru þær vel á fjór­tánda millj­arð. Fyr­ir aðeins þrem­ur árum voru tekj­urn­ar átta millj­arðar króna.

Tekj­ur sam­stæðu Smyr­il Line á síðasta ári voru tutt­ugu og átta millj­arðar króna, sem er svipað og árið á und­an. Hagnaður var 2,5 millj­arðar.

Stærstu eig­end­ur Smyr­il Line eru fjár­fest­ing­ar­fé­lagið P/​F 12.11.11 sem á 59,5% hlut, Føroya Lands­stýri (fær­eyski rík­is­sjóður­inn) með 16,2% og fjár­fest­ing­ar­sjóður­inn Fram­taks­grunn­ur Føroya með 6,3%. Minni hlut­haf­ar, þar á meðal nokkr­ir ís­lensk­ir, eiga sam­tals 18%.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka