Innlend orka sem vörn gegn ytri ógnum

Finnur Beck er framkvæmdastjóri Samorku.
Finnur Beck er framkvæmdastjóri Samorku.

Í fjár­mála­áætl­un stjórn­valda fyr­ir árin 2026-2030 er gert ráð fyr­ir hækk­un út­gjald­aramma til al­manna­ör­ygg­is. Í ljósi þró­un­ar í alþjóðamál­um hafa ríki Evr­ópu jafn­framt kynnt breytt­ar áhersl­ur og aukn­ingu í fjár­veit­ing­um til varn­ar­mála, til upp­bygg­ing­ar og ör­ygg­is mik­il­vægra innviða.

Viðnámsþrótt­ur gegn hvers kon­ar vá eða raun­um er sem rauður þráður í stefnu­mót­un Evr­ópu­sam­bands­ins og annarra Evr­ópu­ríkja. Íslensk stjórn­völd vinna nú að grein­ingu á viðnámsþoli ís­lensks sam­fé­lags og gert ráð fyr­ir að laga­breyt­inga verði þörf.

Varn­aráhrif gegn ytri ógn­um

Eitt meg­in­mark­mið Evr­ópu er að gera álf­una sjálf­stæða um orku­öfl­un. Inn­rás Rúss­lands í Úkraínu sýndi glöggt hversu út­sett sam­fé­lög sem reiða sig á inn­flutta orku eru fyr­ir al­var­leg­um rösk­un­um á orku­flutn­ingi og verðhækk­un­um. Ísland er í dag að mestu knúið og kynt með orku sem aflað er inn­an­lands.

Alls eru 85% allr­ar orku­notk­un­ar feng­in með þess­um hætti. Aðeins um 15% ork­unn­ar eru hins veg­ar feng­in með inn­flutn­ingi á jarðefna­eldsneyti. Íslenska hag­kerfið er því ekki jafn viðkvæmt fyr­ir alþjóðlegri þróun á eldsneyt­is­mörkuðum og mörg önn­ur ríki.

Tæki­fær­in í frek­ari raf­væðingu

Ljóst er að ákveðnir hlut­ar at­vinnu­lífs­ins, s.s. flug og stærri skip, verða ekki knún­ir með grænni orku á allra næstu árum. Þó eru fjöl­mörg tæki­færi ónýtt eða skammt und­an. Má þar nefna frek­ari raf­væðingu í sam­göng­um á landi og nýt­ingu grænn­ar orku fyr­ir þunga­flutn­inga, á vinnu­vél­ar og minni báta.

Með mark­viss­um skref­um er því unnt að minnka enn frek­ar út­setn­ingu ís­lensks hag­kerf­is fyr­ir ytri ógn­um og nei­kvæðri þróun í alþjóðakerf­inu. Þá eru ótal­in hin já­kvæðu áhrif sem fást fram í formi minni los­un­ar kolt­ví­sýr­ings og betri nýt­ing­ar orku en feng­ist get­ur með brennslu jarðefna­eldsneyt­is.

Mik­il­væg upp­bygg­ing flutn­ings- og hleðslu­innviða

Björn­inn er ekki unn­inn með orku­öfl­un ein­vörðungu. Byggja þarf upp, end­ur­nýja og nú­tíma­væða flutn­ings- og dreifi­kerfi raf­orku svo þau geti borið meiri orku­flutn­ing til að mæta þörf­um raf­vædds sam­fé­lags.

Nýta þarf nýj­ustu tækni til að dreifa áhættu og tryggja áfallaþol flutn­ings- og dreifi­kerfa og gera þeim kleift að ráðast í um­fangs­mikl­ar fjár­fest­ing­ar. Til þess þarf t.a.m. skil­virka stjórn­sýslu sem haml­ar ekki upp­bygg­ingu.

Ómiss­andi innviðir

Þegar horft er til viðnámsþrótt­ar sam­fé­lags­ins má ekki gleyma öðrum grund­vall­ar­innviðum. Alla daga reiðir sam­fé­lagið sig á órofa þjón­ustu veitu­fyr­ir­tækja sem reka hita­veit­ur, vatns­veit­ur og frá­veit­ur. Þótt mörg taki starf­semi þeirra sem gefn­um hlut standa þau frammi fyr­ir stór­um áskor­un­um.

Breyt­ing­ar á lofts­lagi, ásókn í bygg­ing­ar­land nærri innviðum og íþyngj­andi skipu­lags- og leyf­is­veit­ing­ar­ferli eru ein­ung­is hluti af áskor­un­um sem veitu­fyr­ir­tæk­in standa frammi fyr­ir. Standa þarf vörð um þessa mik­il­vægu innviði og tryggja ör­yggi þeirra til langs tíma.

Framtíðarör­yggi orku­kerf­is­ins og innviða Íslands

Nú er tími til að nýta þau tæki­færi sem eru fyr­ir hendi og hugsa til framtíðar. Með skyn­sam­leg­um fjár­fest­ing­um og fram­sýnni stefnu í upp­bygg­ingu innviða er hægt að skapa ör­ugg­ara, sjálf­stæðara og um­hverf­i­s­vænna sam­fé­lag sem stend­ur traust­um fót­um, minna háð ytri þrýst­ingi og sveifl­um í orku­mál­um heims­ins.

Að tryggja ör­yggi innviða er ekki aðeins praktískt skref – það er grund­vall­ar­atriði fyr­ir framtíð lands­ins og vel­sæld kom­andi kyn­slóða.

Pist­ill­inn birt­ist fyrst í ViðskiptaMogg­an­um sem kom út sl. miðviku­dag.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK