Argentína fær innspýtingu

Tæplega eitt og hálft ár er liðið síðan Javier Milei …
Tæplega eitt og hálft ár er liðið síðan Javier Milei komst til valda í Argentínu og virðist róttæk frjálshyggjutilraun hans vera að bera árangur. AFP/Saul Loeb

Samn­ing­ar tók­ust á föstu­dag um að Alþjóðagjald­eyr­is­sjóður­inn (AGS) veitti arg­entínska rík­inu 20 millj­arða dala lán til 48 mánaða.

Er lán­inu ætlað að auðvelda Arg­entínu að ráða bet­ur við að koma jafn­vægi á greiðslu­jöfnuð lands­ins við um­heim­inn, en sam­hliða því að til­kynnt var um lán­veit­ing­una greindu arg­entínsk stjórn­völd frá að dregið yrði veru­lega úr gjald­eyr­is­höft­um og gengi arg­entínska pesó­ans leyft að sveifl­ast á breiðara verðbili. Miðar þetta allt að því að auka aðgengi arg­entínska hag­kerf­is­ins að alþjóðleg­um fjár­magns­mörkuðum. Á föstu­dag var einnig til­kynnt að Alþjóðabank­inn myndi veita Arg­entínu 12 millj­arða dala fyr­ir­greiðslu. Er tæp­ur helm­ing­ur þeirr­ar upp­hæðar eyrna­merkt­ur skattaum­bót­um, innviðaverk­efn­um og örvun einka­geir­ans, og þá er tæp­ur helm­ing­ur ætlaður verk­efn­um á sviði náma­vinnslu, land­búnaðar og orku­fram­leiðslu. Þessu til viðbót­ar mun Þró­un­ar­banki Rómönsku Am­er­íku (e. Bank of In­ter-American Develop­ment) leggja af mörk­um 10 millj­arða dala. Þar af á að nota sjö millj­arða til að fjár­magna út­gjöld hins op­in­bera og þrír millj­arðar verða notaðir til að örva einka­geir­ann.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka