Samningar tókust á föstudag um að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) veitti argentínska ríkinu 20 milljarða dala lán til 48 mánaða.
Er láninu ætlað að auðvelda Argentínu að ráða betur við að koma jafnvægi á greiðslujöfnuð landsins við umheiminn, en samhliða því að tilkynnt var um lánveitinguna greindu argentínsk stjórnvöld frá að dregið yrði verulega úr gjaldeyrishöftum og gengi argentínska pesóans leyft að sveiflast á breiðara verðbili. Miðar þetta allt að því að auka aðgengi argentínska hagkerfisins að alþjóðlegum fjármagnsmörkuðum. Á föstudag var einnig tilkynnt að Alþjóðabankinn myndi veita Argentínu 12 milljarða dala fyrirgreiðslu. Er tæpur helmingur þeirrar upphæðar eyrnamerktur skattaumbótum, innviðaverkefnum og örvun einkageirans, og þá er tæpur helmingur ætlaður verkefnum á sviði námavinnslu, landbúnaðar og orkuframleiðslu. Þessu til viðbótar mun Þróunarbanki Rómönsku Ameríku (e. Bank of Inter-American Development) leggja af mörkum 10 milljarða dala. Þar af á að nota sjö milljarða til að fjármagna útgjöld hins opinbera og þrír milljarðar verða notaðir til að örva einkageirann.
Ertu ekki með notendaaðgang? Fara í nýskráningu.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar.
Til þess að lesa hana þarftu að skrá þig inn.