Stærsta flugfélag Póllands hefur áætlunarflug til Íslands

Ewa Lampart markaðsstjóri pólska ríkisflugfélagsins LOT, sem hóf um helgina …
Ewa Lampart markaðsstjóri pólska ríkisflugfélagsins LOT, sem hóf um helgina áætlunarflug á milli Keflavíkur og Varsjár. Eggert Jóhannesson

Al­eks­and­er Krop­iwnicki, sendi­ráðsstjóri pólska sendi­ráðsins á Íslandi, var glaður í bragði þegar hann til­kynnti á blaðamanna­fundi í pólska sendi­ráðinu í morg­un að pólska rík­is­flug­fé­lagið LOT hefði hafið áætl­un­ar­flug milli Kefla­vík­ur og Var­sjár.

Sendi­herr­ann tjáði ís­lensk­um og pólsk­um blaðamönn­um að það væru merk tíma­mót að stærsta flug­fé­lag Pól­lands byði nú Pól­verj­um og Íslend­ing­um flug á milli land­ana. Flogið verður fjór­um sinn­um í viku yfir sum­ar­vertíðina og tvisvar í viku um vet­ur­inn.

„Það eru mik­il tíma­mót að LOT hafi hafið áætl­un­ar­flug á milli Kefla­vík­ur og Var­sjár. Þetta er mik­il sam­göngu­bót fyr­ir þá 30 þúsund Pól­verja sem bú­sett­ir eru á Íslandi, einnig fyr­ir Íslend­inga sem hafa áhuga á að ferðast til Pól­lands. Íslend­ing­ar fá nú ekki aðeins auk­in tæki­færi til þess að ferðast til Pól­lands og kynn­ast pólskri menn­ingu, held­ur mun áætl­un­ar­flugið einnig bjóða Íslend­ing­um meiri tengi­mögu­leika við aðrar heims­álf­ur í gegn­um Var­sjá,“ sagði Al­eks­and­er.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK