Aleksander Kropiwnicki, sendiráðsstjóri pólska sendiráðsins á Íslandi, var glaður í bragði þegar hann tilkynnti á blaðamannafundi í pólska sendiráðinu í morgun að pólska ríkisflugfélagið LOT hefði hafið áætlunarflug milli Keflavíkur og Varsjár.
Sendiherrann tjáði íslenskum og pólskum blaðamönnum að það væru merk tímamót að stærsta flugfélag Póllands byði nú Pólverjum og Íslendingum flug á milli landana. Flogið verður fjórum sinnum í viku yfir sumarvertíðina og tvisvar í viku um veturinn.
„Það eru mikil tímamót að LOT hafi hafið áætlunarflug á milli Keflavíkur og Varsjár. Þetta er mikil samgöngubót fyrir þá 30 þúsund Pólverja sem búsettir eru á Íslandi, einnig fyrir Íslendinga sem hafa áhuga á að ferðast til Póllands. Íslendingar fá nú ekki aðeins aukin tækifæri til þess að ferðast til Póllands og kynnast pólskri menningu, heldur mun áætlunarflugið einnig bjóða Íslendingum meiri tengimöguleika við aðrar heimsálfur í gegnum Varsjá,“ sagði Aleksander.
Ertu ekki með notendaaðgang? Fara í nýskráningu.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar.
Til þess að lesa hana þarftu að skrá þig inn.