Semja við 90 lönd á 90 dögum

Trump og samstarfsmenn hans hafa gefið í skyn að það …
Trump og samstarfsmenn hans hafa gefið í skyn að það hafi alltaf staðið til að semja og að tollarnir sem lagðir voru á um daginn hafi bara átt að hrista upp í fólki og fá þjóðir að samningaborðinu með hraði. AFP/Brendan Smialowski

Banda­ríska rík­is­stjórn­in hef­ur sett sér það mark­mið að gera samn­inga um tolla­mál við 90 lönd á kom­andi 90 dög­um. Peter Navarro, viðskiptaráðgjafi Hvíta húss­ins, greindi frá þessu í viðtali við Fox á föstu­dag og lét fylgja með að þetta ætti að vera vel ger­legt. Navarro sagði jafn­framt að Don­ald Trump myndi ráða för í samn­ingaviðræðunum: „Ekk­ert verður gert án þess að hann komi náið að mál­um.“

Eins og fjöl­miðlar hafa þegar greint frá ákvað Don­ald Trump síðastliðinn miðviku­dag að slá á frest þeirri miklu hækk­un tolla sem hann kynnti til sög­unn­ar fyrr í þess­um mánuði. Mun Trump láta nægja að leggja á 10% viðbót­artoll á all­an inn­flutn­ing næstu 90 dag­ana, nema í til­viki Kína sem fær á sig 125% toll til viðbót­ar við þá tolla sem þegar voru í gildi. Trump ákvað þó um helg­ina að und­an­skilja snjallsíma, tölv­ur og til­tekna flokka raf­tækja og tölvuíhluta. Ber all­ur ann­ar kín­versk­ur varn­ing­ur nú að lág­marki 145% toll.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK