Gervihnattasamband fyrir mikilvæga innviði

Halldór Áskell Stefánsson, framkvæmdastjóri Skýja-og rekstrarþjónustu OK.
Halldór Áskell Stefánsson, framkvæmdastjóri Skýja-og rekstrarþjónustu OK. Ljósmynd/Aðsend

OK býður nú upp á þjón­ustu sem bygg­ir á vara­leið Farice um gervi­hnetti.

Lausn­in trygg­ir lág­marks­net­sam­band við út­lönd ef fjar­skipta­sam­band um alla sæ­strengi við Ísland rofn­ar. Þjón­ust­an er sér­stak­lega hönnuð með mik­il­væga innviði og stofn­an­ir í huga og veit­ir þeim aukið ör­yggi í fjar­skipt­um. 

Fyrsti viðskipta­vin­ur OK sem nýt­ir sér þessa nýju lausn er Kaup­fé­lag Skag­f­irðinga. 

Kem­ur þetta fram í til­kynn­ingu og haft eft­ir Birni I. Björns­syni, verk­efna­stjóra hjá Kaup­fé­lagi Skag­f­irðinga: 

„Við leggj­um mikla áherslu á stöðug­leika í rekstri okk­ar og vilj­um tryggja að við get­um sinnt okk­ar hlut­verki óháð aðstæðum. Lausn­in frá OK fell­ur vel að okk­ar ör­yggis­kröf­um og styrk­ir innviði okk­ar enn frek­ar.“

Vara­leiðin bygg­ir ein­göngu á gervi­hnatta­sam­bönd­um og er hönnuð fyr­ir mik­il­væga innviði en ekki al­menn­an markað og í til­kynn­ingu er haft eft­ir Hall­dóri Áskeli Stef­áns­syni, fram­kvæmda­stjóra Skýja-og rekstr­arþjón­ustu OK: 

„Við erum virki­lega stolt af því að geta boðið viðskipta­vin­um okk­ar upp á þessa nýju vara­leið. Hún virkj­ast sjálf­krafa ef fjar­skipta­sam­band rofn­ar og krefst engr­ar tækni­vinnu á staðnum – það er ein­falt, ör­uggt og mik­il­vægt.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK