Bandaríski tæknirisinn Google hefur skrifað undir sögulegan orkusölusamning við sænska fjárfestingarfélagið Baseload Capital um nýtingu jarðhita í Taívan – fyrsta samning sinnar tegundar sem Google gerir í landinu. Um leið hefur Google fjárfest í Baseload Capital, sem er móðurfélag íslenska jarðhitafyrirtækisins Baseload Power Iceland.
Samstarfið miðar að framleiðslu á 10 megavöttum af endurnýjanlegri orku fyrir gagnaver og starfsemi Google í Taívan og er markmiðið að hefja rekstur árið 2029. Um leið tvöfaldast jarðhitaframleiðsla í landinu.
Baseload Power Iceland hefur starfað hér á landi frá 2018 og sérhæfir sig í nýtingu lág- og meðalhita á svæðum sem hingað til hafa verið vannýtt. Félagið hefur byggt upp verðmæta þekkingu og tækni á sviði jarðhita, sem nú nýtist í alþjóðlegum verkefnum. Með aukinni eftirspurn eftir kolefnishlutlausri grunnorku eru lausnir af þessu tagi orðnar lykilatriði í orkuskiptum stórfyrirtækja á heimsvísu.
Þróunin endurspeglar harða samkeppni meðal tæknirisa um að tryggja sér sjálfbæra orku fyrir ört vaxandi gagnaver og notkun gervigreindar.
Ertu ekki með notendaaðgang? Fara í nýskráningu.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar.
Til þess að lesa hana þarftu að skrá þig inn.
Þú ert innskráð(ur) sem ... en ert ekki með áskrift.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar að Morgunblaðinu, rafræns aðgangs á borð við vikupassa eða séráskriftar að viðkomandi efnisflokki á mbl.is.