Óviss áhrif af óróleika á mörkuðum

Töluverðan tíma mun taka fyrir rykið að setjast og nýjar …
Töluverðan tíma mun taka fyrir rykið að setjast og nýjar útlínur að koma í ljós í heimshagkerfinu. Morgunblaðið/Karítas

Ásgeir Jóns­son seðlabanka­stjóri seg­ir í sam­tali við ViðskiptaMogg­ann að áhrif­in af óró­leika á alþjóðamörkuðum vegna nýrr­ar tolla­stefnu Banda­ríkja­stjórn­ar séu óviss. Ef áhrif­in verða á þann veg að draga úr út­flutn­ingi frá land­inu og lækka hrávöru­verð mun það leiða til kóln­un­ar í hag­kerf­inu og lægri verðbólgu, að hans sögn. „Það eitt og sér ætti að leiða til hraðari lækk­un­ar stýri­vaxta en ella. Á móti er líka hægt að sjá fyr­ir sér hærra verð á mörg­um flókn­um sam­setn­ing­ar­vör­um, eins og farsím­um, tölv­um og bif­reiðum, vegna hærri tolla sem munu auka verðbólgu,“ seg­ir Ásgeir.

Hann seg­ir að þetta muni líka taka nokkra mánuði að skýr­ast og ekk­ert virðist gefið. Ýmsir snarp­ir vind­ar blási nú um heim­inn og staðan virðist breyt­ast frá viku til viku.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK