This is a modal window.
Beginning of dialog window. Escape will cancel and close the window.
End of dialog window.
Heiðrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu (SFF), var gestur í viðskiptahluta Dagmála þessa vikuna. Rætt var um framtíð og rekstrarumhverfi fjármálafyrirtækja, ársfund SFF sem haldinn var á dögunum og ýmislegt fleira.
Að undanförnu hefur skapast umræða um sameiningu banka og það hagræði sem slíkt gæti skapað.
Spurð hvort hún telji að þörf sé á sameiningu banka hér á landi líkt og hefur verið til skoðunar segir Heiðrún að þeir sem stýri bönkunum verði að meta það sjálfir.
„Það eru margir sem horfa til þess að stærri fyrirtækin eigi að geta náð betri árangri hérna en minni fyrirtækin, meðal annars af því að allur kostnaður og vafstur í kringum svona miklar reglur og eftirlit geri það hagkvæmara að hafa stærri einingar. En auðvitað erum við undir ströngum reglum um samkeppniseftirlit frá Samkeppniseftirlitinu sem við fylgjum,“ segir Heiðrún og bendir á að samrunareglurnar séu mjög stífar og flóknar.
„Ég hins vegar held að það væri ekki ókostur að hafa þessa einstöku banka stærri og sterkari,“ segir Heiðrún.
Áskrifendur Morgunblaðsins geta horft á þáttinn í heild sinni hér: