Tollastefna Trumps

Frá átökum til samninga – viðræðugluggi opnast fyrir nýja skilmála.
Frá átökum til samninga – viðræðugluggi opnast fyrir nýja skilmála. AFP/Brendan Smialowski

Banda­rík­in hafa til­kynnt 90 daga frest­un á frek­ari tolla­hækk­un­um og veitt tíma­bundn­ar und­anþágur á til­tekn­ar vör­ur og lönd, þar á meðal snjall­tæki og bíla. Þetta hef­ur haft ró­andi áhrif á markaði í Banda­ríkj­un­um, Evr­ópu og Asíu, þar sem hluta­bréf hafa hækkað síðustu daga.

Flest ríki greiða nú 10% grunntolla, Kan­ada og Mexí­kó sæta þó áfram 25% toll­um, en toll­ar á kín­versk­ar vör­ur hafa verið hækkaðir í 145%. Að sögn Trumps eru þess­ar aðgerðir liður í því að jafna sam­keppn­is­stöðu og draga úr yf­ir­ráðum Kína á lyk­il­mörkuðum.

Þrátt fyr­ir frest­un­ina hef­ur Hvíta húsið gefið til kynna að frek­ari toll­ar séu í und­ir­bún­ingi – meðal ann­ars á ör­flög­ur og lyf – til að styðja við inn­lenda fram­leiðslu og auka efna­hags­legt sjálf­stæði Banda­ríkj­anna.

Sum­ir sér­fræðing­ar vara við verðbólgu og minni hag­vexti til skemmri tíma en aðrir telja að þessi stefna geti aukið sjálf­bærni og styrkt stöðu Banda­ríkj­anna til framtíðar. Fjöldi ríkja hef­ur nú óskað eft­ir viðræðum við Banda­rík­in, og túlka marg­ir það sem skref í átt að nýrri og jafn­ari skip­an alþjóðaviðskipta.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK