Dregið mjög úr áhuga á Íslandi á lykilmörkuðum

Í Noregi og Finnlandi koma stjórnvöld myndarlega að markaðssetningu landanna, …
Í Noregi og Finnlandi koma stjórnvöld myndarlega að markaðssetningu landanna, með frábærum árangri að mati formanns Samtaka ferðaþjónustunnar. mbl.is/Eyþór

Pét­ur Óskars­son, formaður Sam­taka ferðaþjón­ust­unn­ar, seg­ir að þrátt fyr­ir að fjöldi Kín­verja sé enn und­ir því sem hann var fyr­ir heims­far­ald­ur bendi þró­un­in til þess að áhugi þeirra á Íslandi sé að aukast á ný.

„Það heyr­ist æ oft­ar að von sé á beinu flugi frá Kína til Íslands næstu miss­er­in. Ef það ger­ist mun það lík­lega gjör­breyta stöðunni,“ seg­ir Pét­ur.

Spurður hvort sam­setn­ing ferðamanna hafi breyst að und­an­förnu svar­ar Pét­ur því ját­andi.

„Banda­ríkja­mönn­um og Bret­um virðist hafa fækkað veru­lega frá fyrra ári – um 11% og 47% í mars, með fyr­ir­vara um að töl­ur Ferðamála­stofu séu rétt­ar. Þó að skekkja geti leynst í töl­um Ferðamála­stofu benda ýms­ar aðrar vís­bend­ing­ar einnig til þess að Ísland sé að tapa í sam­keppn­inni við lönd eins og Nor­eg og Finn­land,“ seg­ir Pét­ur og bæt­ir við að það heyr­ist meðal ann­ars beint frá fé­lags­mönn­um. Bret­ar hafi verið mik­il­væg­ustu gest­ir okk­ar yfir vetr­ar­tím­ann og í raun haldið uppi hót­el­nýt­ingu á höfuðborg­ar­svæðinu á þeim árs­tíma.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK