Elísabet og Bergsveinn ráðnir markaðsstjórar

Elísabet Austmann og Bergsveinn Guðmundsson hafa tekið við nýjum stöðum …
Elísabet Austmann og Bergsveinn Guðmundsson hafa tekið við nýjum stöðum markaðsstjóra hjá Ölgerðinni. Ljósmynd/Aðsend

Elísa­bet Aust­mann og Berg­sveinn Guðmunds­son hafa tekið við nýj­um stöðum markaðsstjóra hjá Ölgerðinni. Elísa­bet tek­ur við stöðu markaðsstjóra óá­fengra drykkja og Berg­sveinn stöðu markaðsstjóra áfengra drykkja. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Ölgerðinni.

Elísa­bet er menntaður alþjóðamarkaðsfræðing­ur með MBA-gráðu frá Há­skól­an­um í Reykja­vík. Hún kem­ur til Ölgerðar­inn­ar frá Hög­um þar sem hún starfaði sem for­stöðumaður ný­sköp­un­ar- og markaðsmá­la. Elísa­bet hef­ur ára­tuga reynslu af bæði markaðsmá­l­um og vörumerkja­stjórn­un á inn­lend­um og er­lend­um mörkuðum.

Elísa­bet steig sín fyrstu skref í markaðsmá­l­um þegar hún starfaði á árum áður hjá Ölgerðinni og seg­ir í til­kynn­ing­unni það vera frá­bært að vera kom­in aft­ur. 

Berg­sveinn er með meist­ara­gráðu í alþjóðleg­um markaðsmá­l­um og stjórn­un frá Copen­hagen Bus­iness School. Hann hef­ur síðastliðin sex ár starfað sem vörumerkja­stjóri áfengra drykkja hjá Ölgerðinni en þar áður starfaði hann sem sér­fræðing­ur í markaðsmá­l­um hjá Íslands­banka. 

Lyk­ilmaður í gjöf­ulli veg­ferð

Óli Rún­ar Jóns­son, fram­kvæmda­stjóri markaðssviðs Ölgerðar­inn­ar, seg­ir í til­kynn­ing­unni að Berg­sveinn hafi verið lyk­ilmaður í gjöf­ulli veg­ferð margra af sterk­ustu vörumerkj­um Ölgerðar­inn­ar síðustu ár. 

Hann seg­ist einnig vera ákaf­lega glaður að Elísa­bet skuli vera snú­in heim til Ölgerðar­inn­ar. 

Með þess­um ráðning­um tel­ur Óli að Ölgerðin skerpi sókn sína enn frek­ar og leggi grunn að frek­ari vexti til framtíðar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK