Kínversk stjórnvöld hafa fyrirskipað flugfélögum landsins að stöðva móttöku á farþegaþotum frá bandaríska flugvélaframleiðandanum Boeing. Þetta kemur fram í frétt Bloomberg og er bent á að þetta séu enn ein viðbrögð Kínverja við ákvörðun Bandaríkjastjórnar um að leggja allt að 145% toll á kínverskan innflutning.
Samkvæmt fréttinni hafa stjórnvöld í Peking jafnframt lagt bann við kaupum kínverskra flugfélaga á flugvélaíhlutum og tengdum búnaði frá bandarískum fyrirtækjum. Þessi aðgerð gæti haft víðtæk áhrif, þar sem stærstu flugfélög Kína – Air China, China Eastern og China Southern – höfðu áform um að taka við samtals 179 Boeing-vélum á tímabilinu 2025 til 2027.
Þrátt fyrir að Airbus haldi sterkri stöðu á kínverskum markaði hefur Boeing litið á landið sem eitt af sínum mikilvægustu vaxtarsvæðum. Bannið kemur á afar óheppilegum tíma fyrir bandaríska framleiðandann, sem þegar glímir við rekstrarerfiðleika, verkföll og truflanir í aðfangakeðju. mj@mbl.is
Ertu ekki með notendaaðgang? Fara í nýskráningu.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar.
Til þess að lesa hana þarftu að skrá þig inn.
Þú ert innskráð(ur) sem ... en ert ekki með áskrift.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar að Morgunblaðinu, rafræns aðgangs á borð við vikupassa eða séráskriftar að viðkomandi efnisflokki á mbl.is.