Kínverjar vængstýfa Boeing

Nokkrir skrokkar fyrir Boeing 737 í framleiðslu í Renton.
Nokkrir skrokkar fyrir Boeing 737 í framleiðslu í Renton. AFP/Jason Redmond

Kín­versk stjórn­völd hafa fyr­ir­skipað flug­fé­lög­um lands­ins að stöðva mót­töku á farþegaþotum frá banda­ríska flug­véla­fram­leiðand­an­um Boeing. Þetta kem­ur fram í frétt Bloom­berg og er bent á að þetta séu enn ein viðbrögð Kín­verja við ákvörðun Banda­ríkja­stjórn­ar um að leggja allt að 145% toll á kín­versk­an inn­flutn­ing.

Sam­kvæmt frétt­inni hafa stjórn­völd í Pek­ing jafn­framt lagt bann við kaup­um kín­verskra flug­fé­laga á flug­vélaíhlut­um og tengd­um búnaði frá banda­rísk­um fyr­ir­tækj­um. Þessi aðgerð gæti haft víðtæk áhrif, þar sem stærstu flug­fé­lög Kína – Air China, China Ea­stern og China Sout­hern – höfðu áform um að taka við sam­tals 179 Boeing-vél­um á tíma­bil­inu 2025 til 2027.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK