Ásakanir um vafasöm hlutabréfaviðskipti og tengingar til Íslands

AFP/Brendan Smialowski

Trump Media & Technology Group (TMTG), fjöl­miðlafyr­ir­tæki í eigu Don­alds Trump, sem meðal ann­ars rek­ur Truth Social sem for­set­inn not­ast mikið við, hef­ur kraf­ist rann­sókn­ar banda­rískra eft­ir­lits­stofn­ana á viðskipt­um breska vog­un­ar­sjóðsins Qube Rese­arch & Technologies (QRT) með hluta­bréf fyr­ir­tæk­is­ins.

Kem­ur þetta fram í til­kynn­ingu frá TMTG og frétt Reu­ters.

QRT til­kynnti ný­verið í Þýskalandi um skort­stöðu á um sex millj­ón­um hluta, sem jafn­gild­ir um 100 millj­ón­um dala, en eng­in slík til­kynn­ing hef­ur birst í Banda­ríkj­un­um. TMTG tel­ur að viðskipt­in gætu bent til ólög­legr­ar skort­sölu, þar sem hluta­bréf eru seld án þess að hafa verið feng­in að láni, sem er óheim­ilt sam­kvæmt banda­rísk­um lög­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK