Trump Media & Technology Group (TMTG), fjölmiðlafyrirtæki í eigu Donalds Trump, sem meðal annars rekur Truth Social sem forsetinn notast mikið við, hefur krafist rannsóknar bandarískra eftirlitsstofnana á viðskiptum breska vogunarsjóðsins Qube Research & Technologies (QRT) með hlutabréf fyrirtækisins.
Kemur þetta fram í tilkynningu frá TMTG og frétt Reuters.
QRT tilkynnti nýverið í Þýskalandi um skortstöðu á um sex milljónum hluta, sem jafngildir um 100 milljónum dala, en engin slík tilkynning hefur birst í Bandaríkjunum. TMTG telur að viðskiptin gætu bent til ólöglegrar skortsölu, þar sem hlutabréf eru seld án þess að hafa verið fengin að láni, sem er óheimilt samkvæmt bandarískum lögum.
Athygli vekur að QRT kemur að uppbyggingu á gagnaveri á Akureyri, sem kallast ICE03 og er rekið af fyrirtækinu atNorth. Sérstaklega er vísað til uppbyggingar QRT á Íslandi í tilkynningu TMTG.
Ertu ekki með notendaaðgang? Fara í nýskráningu.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar.
Til þess að lesa hana þarftu að skrá þig inn.
Þú ert innskráð(ur) sem ... en ert ekki með áskrift.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar að Morgunblaðinu, rafræns aðgangs á borð við vikupassa eða séráskriftar að viðkomandi efnisflokki á mbl.is.