Auka hlutafé um 800 milljónir

Rakel Kristinsdóttir, sérfræðingur í fyrirtækjaráðgjöf Kviku banka, Árni S. Pétursson …
Rakel Kristinsdóttir, sérfræðingur í fyrirtækjaráðgjöf Kviku banka, Árni S. Pétursson rekstrarstjóri og einn stofnenda Keystrike, Valdimar Óskarsson framkvæmdastjóri og einn stofnenda Keystrike og Hjalti Sigtryggsson verkefnastjóri fyrirtækjaráðgjafar Kviku banka Ljósmynd/Aðsend

Íslenska hug­búnaðarfyr­ir­tækið Keystrike hef­ur aukið hluta­féð sitt um 800 millj­ón­ir króna. Aðallega eru það ís­lensk­ir fjár­fest­ar sem koma með féð inn í fyr­ir­tækið.

Keystrike er á bakvið netör­ygg­is­lausn­ina Sanct­um Guard, sem grein­ir netárás­ir í raun­tíma. Kvika banki hafði um­sjón með hluta­fjáraukn­ing­unni og er jafn­framt einn fjár­festa Sanct­um Guard í Banda­ríkj­un­um, Evr­ópu og í Miðaust­ur­lönd­um.

Frá stofn­un fyr­ir­tæk­is­ins hafa fjár­fest­ar fjár­fest allt að 1,4 millj­örðum króna í fyr­ir­tæk­inu, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu.

Þar seg­ir að fjár­magnið verði nýtt í að styrkja sölu og viðskiptaþróun á er­lend­um mörkuðum og flýta þróun á Cloud Protector, skýja­lausn sem fyr­ir­tækið hafi ný­verið fengið einka­leyfi á.

Haft er eft­ir Valdi­mari Óskars­syni, fram­kvæmda­stjóra Keystrike, að teymið sé af­skap­lega ánægt með áhuga fjár­festa.

Nokkr­ir reynslu­bolt­ar í netör­ygg­is­mál­um komu að stofn­un Keystrike. Þar ber að nefna dr. Ými Vig­fús­son, einn af stofn­end­um tölvu­ör­ygg­is­fyr­ir­tæk­is­ins Synd­is og Advers­ary og und­an­farið dós­ent við Emory-há­skól­ann í Georgíu í Banda­ríkj­un­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK