Aðalgeir ráðinn forstöðumaður fjártækni hjá Símanum

Aðalgeir Þorgrímsson.
Aðalgeir Þorgrímsson. Ljósmynd/Aðsend

Aðal­geir Þorgríms­son hef­ur verið ráðinn for­stöðumaður fjár­tækni hjá Sím­an­um.

Fram kem­ur í til­kynn­ingu að þar muni hann leiða áfram­hald­andi vöxt og þróun fjár­tækni­lausna und­ir merkj­um Sím­ans Pay og Noona.

Aðal­geir er tölv­un­ar­fræðing­ur frá Há­skól­an­um í Reykja­vík og hef­ur lokið MBA námi frá Rotter­dam School of Mana­gement í Hollandi. Und­an­far­in ár hef­ur hann starfað sem rekstr­ar­stjóri ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Luc­inity, en áður í ára­tug hjá RB þar sem hann sat í fram­kvæmda­stjórn. Aðal­geir hef­ur ára­langa reynslu af þróun fjár­tækni­lausna, upp­bygg­ingu viðskipta­sam­banda og sköl­un á rekstr­arein­ing­um, á Íslandi sem og er­lend­is.

Fjár­tækni er ört stækk­andi þátt­ur í rekstri Sím­ans, en um 10 þúsund ein­stak­ling­ar nota í dag kred­it­kort Sím­ans Pay auk þess sem yfir 100 fyr­ir­tæki hafa tekið nýtt fyr­ir­tækja­kort í notk­un. Þá eru á annað hundrað þúsund virk­ir not­end­ur að Noona-app­inu, sem varð hluti af sam­stæðu Sím­ans í fyrra, að því er seg­ir í til­kynn­ing­unni. 

„Með mik­illi ný­sköp­un og vöruþróun und­an­far­in ár hef­ur fjár­tækni orðið sí­fellt burðugri stoð í rekstri Sím­ans. Viðskipta­vina­hóp­ur­inn tel­ur nú drjúg­an hluta lands­manna á ein­stak­lings­markaði og marga stærstu rekstr­araðila lands­ins á fyr­ir­tækja­markaði. Grunn­ur­inn er orðinn traust­ur og við sjá­um mik­il tæki­færi í að byggja ofan á hann og skapa enn meira virði fyr­ir viðskipta­vini okk­ar og sam­stæðuna. Við erum afar ánægð með að að fá Aðal­geir til liðs við okk­ur, en reynsla hans og þekk­ing mun nýt­ast einkar vel í þeim kafla sem nú er að hefjast. Á sama tíma þakka ég Gunn­ari Haf­steins­syni fyr­ir frá­bær störf við upp­bygg­ingu síðustu ára“, er haft eft­ir Maríu Björk Ein­ars­dótt­ur, for­stjóra Sím­ans.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK