DHL setur þak á sendingar til BNA

Hugað að pökkunum í dreifingarstöð DHL í Sjanghaí í Kína.
Hugað að pökkunum í dreifingarstöð DHL í Sjanghaí í Kína. AFP/Peter Parks

Þýska flutn­inga­fyr­ir­tækið DHL, dótt­ur­fé­lag Deutsche Post, hef­ur ákveðið að taka ekki við alþjóðleg­um send­ing­um til neyt­enda í Banda­ríkj­un­um ef virði þeirra er yfir 800 döl­um. Kem­ur þetta til af því að tollaf­greiðsla í Banda­ríkj­un­um er orðin flókn­ari og þarf nú að af­greiða með form­leg­um hætti hverja send­ingu sem kost­ar meira en 800 dali, en áður var viðmiðið 2.500 dal­ir.

DHL seg­ir að þetta úrræði verði tíma­bundið og að ekk­ert há­marks­verð muni gilda um send­ing­ar á milli fyr­ir­tækja, en var­ar jafn­framt við að lengri tíma geti tekið að koma pökk­um í hend­ur viðtak­enda.

Hafa breytt­ar regl­ur skapað helj­ar­inn­ar flösku­háls hjá banda­rísk­um tolla­yf­ir­völd­um og seg­ir DHL að af þeim sök­um kunni marg­ir dag­ar að bæt­ast við send­ing­ar­tím­ann miðað við það sem áður var. ai@mbl.is

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK