Þýska flutningafyrirtækið DHL, dótturfélag Deutsche Post, hefur ákveðið að taka ekki við alþjóðlegum sendingum til neytenda í Bandaríkjunum ef virði þeirra er yfir 800 dölum. Kemur þetta til af því að tollafgreiðsla í Bandaríkjunum er orðin flóknari og þarf nú að afgreiða með formlegum hætti hverja sendingu sem kostar meira en 800 dali, en áður var viðmiðið 2.500 dalir.
DHL segir að þetta úrræði verði tímabundið og að ekkert hámarksverð muni gilda um sendingar á milli fyrirtækja, en varar jafnframt við að lengri tíma geti tekið að koma pökkum í hendur viðtakenda.
Hafa breyttar reglur skapað heljarinnar flöskuháls hjá bandarískum tollayfirvöldum og segir DHL að af þeim sökum kunni margir dagar að bætast við sendingartímann miðað við það sem áður var. ai@mbl.is
Greinin birtist upphaflega í Morgunblaðinu 22. apríl.
Ertu ekki með notendaaðgang? Fara í nýskráningu.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar.
Til þess að lesa hana þarftu að skrá þig inn.
Þú ert innskráð(ur) sem ... en ert ekki með áskrift.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar að Morgunblaðinu, rafræns aðgangs á borð við vikupassa eða séráskriftar að viðkomandi efnisflokki á mbl.is.