Áforma 100 þúsund fermetra hverfi

Ingvar Eyfjörð framkvæmdastjóri Aðaltorgs.
Ingvar Eyfjörð framkvæmdastjóri Aðaltorgs. mbl.is/Eyþór

​Fast­eignaþró­un­ar­fé­lagið Aðal­torg und­ir­býr nú enn meiri upp­bygg­ingu við Aðal­torg, gegnt Kefla­vík­ur­flug­velli. Ingvar Eyfjörð fram­kvæmda­stjóri Aðal­torgs seg­ir fé­lagið áforma að byggja upp um 100 þúsund fer­metra hverfi.

Hluti af því er að byggja sam­tals 450 íbúðir og 88 hjúkr­un­ar­rými í nýj­um lífs­gæðakjarna við Aðal­torg.

Hafa byggt 13 þúsund fer­metra

Hvað verður svæðið stórt full­byggt, ef allt verður samþykkt og allt geng­ur upp?

„Þá verðum við búin að byggja um 100 þúsund fer­metra lífs­gæðakjarna. Íbúðirn­ar verða alls um 35 þúsund fer­metr­ar en við erum búin að byggja 13 þúsund fer­metra. Meiri­hlut­inn, um 65 þúsund fer­metr­ar, verður versl­un, þjón­usta, hjúkr­un­ar­rými og þess hátt­ar.“

Verklok í des­em­ber

Þannig að það verða fleiri versl­an­ir en þessi Nettóversl­un í versl­un­ar­hús­inu sem þið eruð að staðsteypa núna?

„Já. Ásamt um 1.950 fer­metra versl­un Nettó verður sér­versl­un og veit­ingaþjón­usta á neðri hæðinni. Á efri hæðinni verður tann­lækna­stof­an Aðal­bros með tíu stóla, ásamt skrif­stof­um. Við ger­um ráð fyr­ir verklok­um í des­em­ber og að starf­sem­in hefj­ist í byrj­un næsta árs.“

Þetta eru marg­ir fer­metr­ar? Til dæm­is er grunn­flöt­ur Kringl­unn­ar um 60 þúsund fer­metr­ar.

„Þetta er stór fram­kvæmd og mikið inn­legg í að tengja nærsvæðið við flug­völl­inn og hækka þjón­ustu­stigið í nærum­hverfi hans,“ seg­ir Ingvar.

Ítar­legt viðtal við Ingvar er að finna á miðopnu ViðskiptaMogg­ans í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK