Alfa Framtak kláraði 22 milljarða fjármögnun

Alfa Framtak teymið
Alfa Framtak teymið

Alfa Fram­tak hef­ur lokið fjár­mögn­un á rúm­lega 22 millj­arða króna fram­taks­sjóði, AF3. Þetta er þriðji sjóður fé­lags­ins og mark­ar mik­il­væg tíma­mót í starf­semi þess. Lík­legt er að sjóður­inn stækki enn frek­ar á ár­inu. Breidd­in í hópi fjár­festa er tölu­verð, en meðal þeirra eru bæði ís­lensk­ar stofn­an­ir og fag­fjár­fest­ar. Kjöl­festu­fjár­fest­ir í sjóðnum er Evr­ópski fjár­fest­ing­ar­sjóður­inn (EIF), sem fjár­fest­ir í fyrsta sinn í ís­lensk­um fram­taks­sjóði.

Alfa Fram­tak er rekstr­araðili sér­hæfðra sjóða og hef­ur langa reynslu af fjár­fest­ing­um í óskráðum fé­lög­um. Mark­mið Alfa Fram­taks er að skilja eft­ir sig já­kvæð fót­spor í ís­lensku viðskipta­lífi með því að há­marka verðmæti fjár­fest­inga og styðja við vöxt fyr­ir­tækja. Nú er fé­lagið með þrjá sjóði í rekstri; AF1, AF2 og AF3. Stór hluti þeirra fjár­festa sem koma að þriðja sjóðnum, AF3, hafa verið fjár­fest­ar í fyrri sjóðunum tveim­ur.

„Tíma­mót í rekstr­ar­sögu okk­ar“

„Við erum ein­stak­lega þakk­lát fyr­ir að svo stór hóp­ur fjár­festa skuli sýna okk­ur þetta traust,“ seg­ir Gunn­ar Páll Tryggva­son, fram­kvæmda­stjóri Alfa Fram­taks, í til­kynn­ing­unni. Hann seg­ir aðkoma EIF marka tíma­mót í rekstri fé­lags­ins.

„Aðkoma EIF brýt­ur blað í okk­ar rekstr­ar­sögu, en senni­lega er um að ræða fyrstu er­lendu fjár­fest­ing­una í ís­lensk­um fram­taks­sjóði. Þetta sýn­ir trú þeirra á ís­lensku at­vinnu­lífi sem er virki­lega já­kvætt og eyk­ur sam­keppn­is­hæfni lands­ins til lengri tíma.“

Fjár­fest í öfl­ug­um teym­um með stór­ar hug­mynd­ir

Í til­kynn­ing­unni seg­ir að mark­mið sjóðsins sé að fjár­festa í fjöl­breytt­um fyr­ir­tækj­um og leiða umbreyt­ing­ar í starf­semi þeirra. Þar kem­ur einnig fram að sú stefna hafi skilað góðum ár­angri í fyrri sjóðum.

„Verk­efn­in sem við höf­um komið að eru mörg hver mjög ólík, en sam­nefn­ar­inn er yf­ir­leitt sá að við vinn­um með öfl­ugu fólki með stór­ar hug­mynd­ir. Okk­ar hlut­verk er að styðja þau í að raun­gera hug­mynd­ir sín­ar og gera góð fyr­ir­tæki betri. Þetta er okk­ar leið til þess að hafa já­kvæð áhrif á ís­lenskt at­vinnu­líf,“ seg­ir Gunn­ar Páll.

Meðal stærstu verk­efna sem Alfa Fram­tak hef­ur komið að eru kaup Tra­vel Conn­ect á Ice­land Tra­vel, yf­ir­tak­an á Origo, og kaup­in á ráðandi hlut í Lyf og heilsu. Þá seg­ir Gunn­ar Páll fram­taks­fjár­fest­ing­ar vera á tíma­mót­um:

„Síðastliðinn ára­tug hef­ur um­hverfið í fjár­fest­ing­um í óskráðum fyr­ir­tækj­um tekið stakka­skipt­um. Mik­ill upp­gang­ur hef­ur verið hjá ís­lensk­um vísifjár­fest­um, nýir fram­taks­sjóðir hafa rutt sér til rúms og er­lend­ir fjár­fest­ar eru farn­ir að sýna fjár­fest­ing­um hér­lend­is meiri áhuga. Ég tel okk­ur vera á ákveðnum tíma­mót­um, fram­taks­sjóðir eru bún­ir að sanna sig og nú er kom­inn tími til þess að taka næstu skref. Með stærri sjóðum get­um við leikið stærra hlut­verk og haft mót­andi áhrif. Þannig get­um við stutt bet­ur við vaxtar­fyr­ir­tæki og inn­lend rekstr­ar­fé­lög og hjálpað ís­lensk­um út­flutn­ings­grein­um að hraða alþjóðlegri sókn.“

AF3 opn­ar dyr að stærri tæki­fær­um

Í frétta­til­kynn­ingu Alfa Fram­taks seg­ir að fjár­fest­ing­ar­stefna AF3 sé sam­bæri­leg þeirri sem hafi verið í fyrri sjóðum fé­lags­ins. Hins veg­ar opni stærri sjóður á ný tæki­færi og víðtæk­ari áhrif.

AF1 er að stærð um 7 millj­arðar og hef­ur fjár­fest í sex verk­efn­um: Borgarplast, Mot­us, Málm­steypa Þorgríms Jóns­son­ar, IN­VIT, Nox Health og Tra­vel Conn­ect.
AF2 er um 15 millj­arðar og full­fjár­fest­ur í verk­efn­un­um Thor Ice Chill­ing Soluti­ons, Origo/​Skyggn­ir, Reykja­fell, Knox Hotels, Tixly og Lyf og heilsa.

 

Forsvarsmenn EIF fjárfestingarbankans og eigendur Alfa Framtaks
For­svars­menn EIF fjár­fest­ing­ar­bank­ans og eig­end­ur Alfa Fram­taks
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK