Apple og Meta fá 100 milljarða sekt

AFP/Philippe Huguen

Evr­ópu­sam­bandið hef­ur í fyrsta sinn gripið til aðgerða sam­kvæmt nýju sta­f­rænu sam­keppn­is­lög­un­um, Digital Mar­kets Act (DMA), með því að sekta Apple og Meta um sam­tals 700 millj­ón­ir evra, sem sam­svar­ar um 105 millj­örðum ís­lenskra króna.

Apple fær 75 millj­arða króna sekt fyr­ir að hindra for­rit­ara í að vísa not­end­um á ódýr­ari val­kosti utan App Store. Meta þarf að greiða 30 millj­arða króna, þar sem fyr­ir­tækið bauð not­end­um aðeins tvo val­kosti: að samþykkja per­sónusniðnar aug­lýs­ing­ar eða greiða fyr­ir aug­lýs­inga­lausa þjón­ustu – án þess að bjóða raun­veru­legt og ódýr­ara val um betri per­sónu­vernd.

Evr­ópu­sam­bandið set­ur leik­regl­urn­ar í sta­f­rænu hag­kerfi

Sam­kvæmt fram­kvæmda­stjórn­inni brjóta báðar aðgerðir gegn nýju lög­un­um sem eiga að tryggja sam­keppni og val­frelsi á net­inu. Bæði fyr­ir­tæk­in hyggj­ast áfrýja ákvörðunum ESB.

Þetta eru fyrstu viður­lög sam­kvæmt nýju sam­keppn­is­lög­un­um, sem ger­ir fram­kvæmda­stjórn­inni kleift að sekta stór tæknifyr­ir­tæki um allt að 10% af ár­sveltu þeirra – og allt að 20% ef brot­in eru end­ur­tek­in. Skýr skila­boð, að sögn Brus­sel, um að nýj­ar regl­ur verði ekki aðeins skrifaðar – held­ur verði þeim einnig fram­fylgt.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK