Landsvirkjun látin brúa gengismun

Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra fetar þröngan veg og vildi meira …
Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra fetar þröngan veg og vildi meira frá Landsvirkjun. Morgunblaðið/Karítas

Stjórn Lands­virkj­un­ar samþykkti 21. fe­brú­ar sl. að leggja fram til­lögu um að greiða eig­anda sín­um, ís­lenska rík­inu, 25 millj­arða króna í arð vegna rekst­urs síðasta árs, eða 180 millj­ón­ir dala.

Þorri tekna Lands­virkj­un­ar er í banda­rísk­um doll­ur­um og því er upp­gjör fé­lags­ins og arðgreiðslur þess greitt í sömu mynt.

ViðskiptaMogg­inn hef­ur fengið það staðfest af upp­lýs­inga­full­trúa Lands­virkj­un­ar að fyr­ir aðal­fund fé­lags­ins, sem fram fór 14. apríl, hafi Daði Már Kristó­fers­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, farið fram á það við stjórn Lands­virkj­un­ar að fjár­hæð arðgreiðslunn­ar yrði auk­in úr 180 millj­ón­um dala í 195 millj­ón­ir, þar sem gengi krón­unn­ar hafði styrkst nokkuð gagn­vart doll­ar og 180 millj­ón­ir dala þá orðnir ígildi 22,5 millj­arða króna, eða 2,5 millj­örðum krón­um lægra.

Arðgreiðslan er greidd í tvennu lagi, í maí og í nóv­em­ber næst­kom­andi. Ólík­legt er því að arðgreiðslan nemi þeirri krónu­tölu sem miðað var við upp­haf­lega, þar sem hún er samþykkt í doll­ur­um, og því vek­ur þessi hækk­un til að mæta geng­is­sveiflu yfir skamm­an tíma nokkra furðu þegar jafn langt er í að arðgreiðslan er fram­kvæmd og raun ber vitni.

Doll­ar­inn hef­ur haldið áfram að veikj­ast síðan aðal­fund­ur­inn fór fram í apríl og þróun hans næstu miss­er­in mik­illi óvissu háð.

Ekki er vitað til þess að for­dæmi séu fyr­ir því að ríkið fari fram á að arðgreiðsla Lands­virkj­un­ar sé auk­in með þess­um hætti til þess að mæta geng­is­sveifl­um, en þó var for­dæmi sett í þess­um efn­um á síðasta ári þegar þáver­andi fjár­mála- og efna­hags­ráðherra fór í fyrsta skipti fram á hærri arðgreiðslu en stjórn fé­lags­ins lagði til. Þá var arðgreiðslan auk­in um sem nem­ur 10 millj­örðum króna og sætti ráðherra nokk­urri gagn­rýni fyr­ir á sín­um tíma, enda fyr­ir­séð að fjár­fest­ing­ar Lands­virkj­un­ar verði um­fangs­mikl­ar á kom­andi árum og koma til með að ganga á upp­safnaðan óráðstafaðan hagnað.

Stjórn Lands­virkj­un­ar get­ur þó lítið annað gert en að verða við ósk­um rík­is­ins í þess­um efn­um, enda er eig­and­inn aðeins einn sem samþykk­ir að lok­um fjár­hæð greiðslunn­ar. Þannig get­ur ríkið í reynd farið fram á eins háa arðgreiðslu og því sýn­ist.

Í upp­haf­legri frétt sem birt­ist í ViðskiptaMogg­an­um í dag sagði fyr­ir mis­tök að aðal­fund­ur­inn hefði farið fram 4. mars, hið rétta er að hann fór fram 14. apríl. Það hef­ur verið leiðrétt og text­inn sömu­leiðis eft­ir því.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK