Nova og Dineout sameina krafta sína

Renata og Margrét hjá Nova ásamt Ingu Tinnu og Magnúsi …
Renata og Margrét hjá Nova ásamt Ingu Tinnu og Magnúsi hjá Dineout skáluðu við undirritun samnings. Ljósmynd/Aðsend

Nova eign­ast 20% hlut í Dineout ásamt því að taka sæti í stjórn fé­lags­ins. Inga Tinna Sig­urðardótt­ir, stofn­andi og for­stjóri Dineout, og Mar­grét Tryggva­dótt­ir, skemmt­ana- og for­stjóri Nova, und­ir­rituðu samn­ing um kaup­in­ í dag ­en sam­hliða var und­ir­ritaður samn­ing­ur um fjár­mögn­un til þró­un­ar á nýj­um lausn­um í strategísku sam­starfi við No­va.

Fram kem­ur í til­kynn­ingu að Nova hafi jafn­framt kost á að auka við hlut sinn á næstu árum. Mark­mið kaup­anna sé að styrkja enn frek­ar Fyr­irÞig í Nova app­inu, sem er stærsti vild­ar­klúbb­ur lands­ins. Þá feli kaup­in tæki­færi til að auka vöru­fram­boð til lít­illa og meðal­stórra fyr­ir­tækja auk að vinna að vöruþróun á nú­ver­andi lausn­um hjá Dineout og Nova. 

„Við horf­um til veg­ferðar þar sem við get­um nýtt sam­eig­in­leg tæki­færi fyr­ir viðskipta­vini, bæði á ein­stak­lings- og fyr­ir­tækja­markaði, til þess að ein­falda fólki lífið, spara því pen­inga, en líka hvetja það til að skemmta sér og njóta lífs­ins sam­an. Við vilj­um jafn­framt ein­falda fólki það að nýta all­an ávinn­ing­inn sem fylg­ir því að vera viðskipta­vin­ur Nova til þess að styrkja viðskipta­vina­sam­bandið enn frek­ar. Ég tel að kaup­in og sam­starfið muni styrkja þá veg­ferð," seg­ir Mar­grét Tryggva­dótt­ir, skemmt­ana- og for­stjóri Nova.

Skapi meiri sýni­leika

Dineout var stofnað árið 2017 með það mark­mið að þróa borðabók­un­ar­kerfi fyr­ir ís­lenska veit­ingastaði. Síðan þá hef­ur fyr­ir­tækið hannað 16 hug­búnaðarlausn­ir, þar á meðal kassa­kerfi, matarpönt­un­ar­kerfi, ra­f­ræn gjafa­bréf, viðburðakerfi og sjálfsaf­greiðslu­lausn­ir.

„Við telj­um að lausn­irn­ar okk­ar falli mjög vel að vöru­fram­boðinu í Nova app­inu og munu sömu­leiðis nýt­ast víðar í þjón­ustu þeirra. Að sama skapi mun sýni­leiki viðskipta­vina Dineout aukast. Við hlökk­um til að auka vöru­fram­boðið enn frek­ar og kynna nýj­ar lausn­ir til leiks í sam­starfi við Nova.” seg­ir Inga Tinna Sig­urðardótt­ir, for­stjóri og eig­andi Dineout.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK