OK hlýtur sjálfbærniviðurkenningu

Gísli Þorsteinsson, forstöðumaður Notendabúnaðar hjá OK.
Gísli Þorsteinsson, forstöðumaður Notendabúnaðar hjá OK. Ljósmynd/Aðsend

Tæknifyr­ir­tækið OK hef­ur hlotið þriggja stjörnu HP Amplify Impact viður­kenn­ingu fyr­ir skuld­bind­ingu sína til sjálf­bærr­ar starf­semi.

Seg­ir í til­kynn­ingu OK að HP Amplify Impact sé áætl­un um sam­fé­lags­lega ábyrgð sem miði að styðja við sam­starfsaðila sem stuðli að já­kvæðum breyt­ing­um í um­hverf­is- og sam­fé­lags­mál­um. 

Um­rædd áætl­un hvetji sam­starfsaðila m.a. til að draga úr kol­efn­is­spori, end­ur­nýta efni og styðja þannig við hringrás­ar­hag­kerfið. Þá sé einnig lögð áhersla á að bjóða upp á vör­ur og þjón­ustu sem hafa minnst um­hverf­isáhrif. HP Amplify Impact áætl­un­in var sett á lagg­irn­ar árið 2021, til að gera sam­starfsaðilum kleift að mæla og bera sam­an fram­far­ir í sjálf­bærni.

Gísli Þor­steins­son, for­stöðumaður Not­enda­búnaðar hjá OK seg­ir viður­kenn­ing­una vera mik­ill heiður þegar kem­ur að sjálf­bærni. „Við höf­um sett okk­ur mark­mið og áhersl­ur hvað varðar flokk­un sorps, end­ur­nýt­ingu og end­ur­vinnslu búnaðar og rekstr­ar­vara ásamt notk­un raf­magns­bíla í dag­leg­um verk­efn­um hjá fé­lag­inu. Auk þess kom­um við göml­um búnaði viðskipta­vina í end­ur­notk­un, end­ur­vinnslu eða end­ur­nýt­ingu eft­ir því sem það á við hverju sinni,“ seg­ir Gísli.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK