Tæknifyrirtækið OK hefur hlotið þriggja stjörnu HP Amplify Impact viðurkenningu fyrir skuldbindingu sína til sjálfbærrar starfsemi.
Segir í tilkynningu OK að HP Amplify Impact sé áætlun um samfélagslega ábyrgð sem miði að styðja við samstarfsaðila sem stuðli að jákvæðum breytingum í umhverfis- og samfélagsmálum.
Umrædd áætlun hvetji samstarfsaðila m.a. til að draga úr kolefnisspori, endurnýta efni og styðja þannig við hringrásarhagkerfið. Þá sé einnig lögð áhersla á að bjóða upp á vörur og þjónustu sem hafa minnst umhverfisáhrif. HP Amplify Impact áætlunin var sett á laggirnar árið 2021, til að gera samstarfsaðilum kleift að mæla og bera saman framfarir í sjálfbærni.
Gísli Þorsteinsson, forstöðumaður Notendabúnaðar hjá OK segir viðurkenninguna vera mikill heiður þegar kemur að sjálfbærni. „Við höfum sett okkur markmið og áherslur hvað varðar flokkun sorps, endurnýtingu og endurvinnslu búnaðar og rekstrarvara ásamt notkun rafmagnsbíla í daglegum verkefnum hjá félaginu. Auk þess komum við gömlum búnaði viðskiptavina í endurnotkun, endurvinnslu eða endurnýtingu eftir því sem það á við hverju sinni,“ segir Gísli.