Kveður við nýjan tón í tollamálum

Scott Bessent, fjár­málaráðherra Banda­ríkj­anna.
Scott Bessent, fjár­málaráðherra Banda­ríkj­anna. AFP

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti hef­ur gefið í skyn að mögu­leg­ur viðsnún­ing­ur sé fram und­an í tolla­stríði Banda­ríkj­anna við Kína. Á blaðamanna­fundi í Hvíta hús­inu á þriðju­dag virt­ist Don­ald Trump staðfesta að háir toll­ar á kín­versk­ar vör­ur myndu lækka veru­lega, en þeir yrðu þó ekki felld­ir niður með öllu.

Kem­ur þetta fram í frétt CNN og haft eft­ir for­set­an­um að 145% toll­ar séu auðvitað mjög háir en það verði ekki þannig til framtíðar. Hann hafi nefnt að það verði veru­leg lækk­un fljót­lega en þó ekki niður í núll.

Um­mæli for­set­ans komu í kjöl­far orða fjár­málaráðherr­ans Scotts Bessents fyrr þann sama dag, en hann sagði að nú­ver­andi toll­ar væru í raun orðnir að viðskipta­banni og að ólík­legt væri að ástandið héld­ist til lengri tíma. Hann lýsti því einnig yfir að spenn­an milli ríkj­anna myndi dvína inn­an skamms.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK