Greiningarfyrirtækið Akkur – Greining og ráðgjöf tók saman breytingar á hluthafalistum. Þar kom meðal annars fram að Gildi lífeyrissjóður hafi selt fyrir um 1 milljarð króna í Eik, Heimum og Reitum í mars og keypt fyrir um 500 milljónir í Kviku.
Þá kemur fram að Lífeyrissjóður verzlunarmanna hafi selt fyrir um 1 milljarð króna í Eik í mars og hefur nú selt helminginn af þeim bréfum sem sjóðurinn átti í upphafi árs eða rúmlega 4% hlut. Sjóðurinn hefur einnig selt 0,5% hlut í Kviku fyrir um 500 milljónir króna. Sjóðurinn heldur hins vegar áfram að bæta við sig í Festi og hefur keypt tæplega 2% hlut frá áramótum, eftir að hafa keypt um 0,7% hlut í mars fyrir um 700 milljónir króna. Sjóðurinn bætir sömuleiðis við sig 0,5% hlut í Skaga, hefur bætt við sig tæplega 1% hlut frá áramótum.
Einnig kemur fram að Festi lífeyrissjóður hafi selt fyrir um 500 milljónir króna í Heimum og keypt fyrir sömu fjárhæð í Eik. Sjóðir í rekstri hjá Stefni hafa selt 2% hlut í Nova fyrir um 300 milljónir króna og Skel hefur keypt rúmlega 10% hlut í Sýn fyrir rúmlega 500 milljónir króna.
Alexander Jensen Hjálmarsson, greinandi og eigandi fyrirtækisins Akkur – Greining og ráðgjöf, bendir á að lífeyrissjóðir hafi minnkað töluvert við sig á innlendum hlutabréfamarkaði það sem af er ári. Þeir hafi aðeins verið nettó kaupendur í fimm félögum það sem af er ári (Festi, Kviku, Nova, Skaga og Síldarvinslunni) en verið nettó seljendur í öllum öðrum félögum. Þess utan hafa þeir fengið háar arðgreiðslur og handbært fé í tengslum við yfirtöku JBT á Marel.
„Það má því gera ráð fyrir að vægi innlendra hlutabréfa hafi lækkað töluvert og spurning hvort það sé markmiðið eða hvort þeir séu að bíða eftir sölu ríkisins á Íslandsbanka,“ segir Alexander.
Ertu ekki með notendaaðgang? Fara í nýskráningu.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar.
Til þess að lesa hana þarftu að skrá þig inn.
Þú ert innskráð(ur) sem ... en ert ekki með áskrift.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar að Morgunblaðinu, rafræns aðgangs á borð við vikupassa eða séráskriftar að viðkomandi efnisflokki á mbl.is.