Lífeyrissjóðir selt mikið af hlutabréfum

mbl.is/Kristinn Magnússon

Grein­ing­ar­fyr­ir­tækið Akk­ur – Grein­ing og ráðgjöf tók sam­an breyt­ing­ar á hlut­hafal­ist­um. Þar kom meðal ann­ars fram að Gildi líf­eyr­is­sjóður hafi selt fyr­ir um 1 millj­arð króna í Eik, Heim­um og Reit­um í mars og keypt fyr­ir um 500 millj­ón­ir í Kviku.

Þá kem­ur fram að Líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna hafi selt fyr­ir um 1 millj­arð króna í Eik í mars og hef­ur nú selt helm­ing­inn af þeim bréf­um sem sjóður­inn átti í upp­hafi árs eða rúm­lega 4% hlut. Sjóður­inn hef­ur einnig selt 0,5% hlut í Kviku fyr­ir um 500 millj­ón­ir króna. Sjóður­inn held­ur hins veg­ar áfram að bæta við sig í Festi og hef­ur keypt tæp­lega 2% hlut frá ára­mót­um, eft­ir að hafa keypt um 0,7% hlut í mars fyr­ir um 700 millj­ón­ir króna. Sjóður­inn bæt­ir sömu­leiðis við sig 0,5% hlut í Skaga, hef­ur bætt við sig tæp­lega 1% hlut frá ára­mót­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK