Sala nýrra fólksbíla hefur tekið verulega við sér á fyrstu 16 vikum ársins, samkvæmt nýjum tölum frá Bílgreinasambandinu. Alls voru 3.172 bílar nýskráðir á tímabilinu, sem er aukning um tæp 52% frá sama tíma í fyrra, þegar skráningar voru 2.092.
KIA er söluhæsta bílamerkið hingað til á árinu með 607 bíla og 19,2% markaðshlutdeild. Þar á eftir kemur Tesla með 368 bíla (11,5%) og Toyota með 351 bíl (11%).
Rafbílar hafa vaxið hratt í vinsældum og salan aukist um 141% milli ára. Sérstaklega hefur sala til einstaklinga aukist og eru rafbílar nú með um 57% markaðshlutdeild meðal einstaklinga. Á móti eru hefðbundnir bensínbílar einungis 2,2% og díselbílar 5,9%, sem þýðir að innan við 9% einstaklinga og fyrirtækja velja nú bíla knúna eingöngu jarðefnaeldsneyti.
Sala til einstaklinga og fyrirtækja hefur aukist úr 1.162 í 1.715 bíla, sem samsvarar 47% aukningu miðað við sama tímabíl í fyrra.
Af 3.172 nýskráðum fólksbílum á fyrstu 16 vikum ársins eru 1.417 til bílaleigustarfsemi, sem jafngildir um 45% af heildarskráningum á tímabilinu.
Fréttin hefur verið uppfærð.
Ertu ekki með notendaaðgang? Fara í nýskráningu.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar.
Til þess að lesa hana þarftu að skrá þig inn.
Þú ert innskráð(ur) sem ... en ert ekki með áskrift.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar að Morgunblaðinu, rafræns aðgangs á borð við vikupassa eða séráskriftar að viðkomandi efnisflokki á mbl.is.