Rafbílasala í mikilli sókn – KIA söluhæst á árinu

Kia var mest skráða tegundin á fyrstu þremur mánuðum ársins.
Kia var mest skráða tegundin á fyrstu þremur mánuðum ársins. Árni Sæberg

Sala nýrra fólks­bíla hef­ur tekið veru­lega við sér á fyrstu 16 vik­um árs­ins, sam­kvæmt nýj­um töl­um frá Bíl­greina­sam­band­inu. Alls voru 3.172 bíl­ar ný­skráðir á tíma­bil­inu, sem er aukn­ing um tæp 52% frá sama tíma í fyrra, þegar skrán­ing­ar voru 2.092.

KIA er sölu­hæsta bíla­merkið hingað til á ár­inu með 607 bíla og 19,2% markaðshlut­deild. Þar á eft­ir kem­ur Tesla með 368 bíla (11,5%) og Toyota með 351 bíl (11%).

Raf­bíl­ar hafa vaxið hratt í vin­sæld­um og sal­an auk­ist um 141% milli ára. Sér­stak­lega hef­ur sala til ein­stak­linga auk­ist og eru raf­bíl­ar nú með um 57% markaðshlut­deild meðal ein­stak­linga. Á móti eru hefðbundn­ir bens­ín­bíl­ar ein­ung­is 2,2% og dísel­bíl­ar 5,9%, sem þýðir að inn­an við 9% ein­stak­linga og fyr­ir­tækja velja nú bíla knúna ein­göngu jarðefna­eldsneyti.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK