133 íbúðir komnar í sölu á Orkureitnum

Annar áfangi Orkureitsins er nú kominn í sölu.
Annar áfangi Orkureitsins er nú kominn í sölu. Ljósmynd/Aðsend

Ann­ar áfangi Orkureits­ins er nú kom­inn í sölu. Um er að ræða 133 nýj­ar íbúðir í svo­kölluðu D húsi sem rís á horni Suður­lands­braut­ar og Grens­ás­veg­ar. Íbúðirn­ar eru á verðbil­inu 69-330 millj­ón­ir króna. 

Hilm­ar Ágústs­son, fram­kvæmda­stjóri SAFÍR bygg­inga, seg­ir í til­kynn­ingu að sala íbúða á Orkureitn­um hafi farið vel af stað. 

„Við höf­um verið með 68 íbúðir í sölu í fyrsta áfanga í A húsi frá síðasta vori. Íbúðirn­ar voru síðan af­hent­ar í des­em­ber og 40 af þeim hafa þegar selst. Það er eins og fólk sé að átta sig á því hversu vel heppnaður Orkureit­ur­inn er. Svans­vott­un íbúða, dags­birtu­vott­un og loftræsti­kerfi í hverri íbúð fyrri sig og vandaðir inn­g­arðar eru gæði sem sí­fellt fleiri kunna að meta. Staðsetn­ing og góð teng­ing við Laug­ar­dal­inn þar sem er fal­legt úti­vist­ar­svæði skipt­ir fólk líka miklu máli. Þá eru nóg af bíla­stæðum í boði fyr­ir íbúa í bíla­stæðahús­um neðanj­arðar sem er ekki sjálf­sagður hlut­ur í dag," seg­ir Hilm­ar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK