Kaupendur hafna skipulagi

Hagfræðingur segir að það að fólk kjósi fremur að kaupa …
Hagfræðingur segir að það að fólk kjósi fremur að kaupa eldri íbúðir megi rekja til nokkurra þátta. Ný skýrsla frá HMS kom út í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í nýrri mánaðar­skýrslu frá Hús­næðis- og mann­virkja­stofn­un kem­ur fram að sölu­tími nýrra íbúða sé mun lengri en hjá eldri íbúðum.

Kári S. Friðriks­son, hag­fræðing­ur í Ari­on grein­ingu, seg­ir að verðmiðinn á nýj­um íbúðum þyrfti að lækka til að laða að fleiri kaup­end­ur. Spurður um ástæður fyr­ir því að nýrri íbúðir selj­ist síður seg­ir Kári að það megi rekja til nokk­urra þátta.

„Fram­boð íbúða hef­ur sjald­an verið jafn mikið og fólk hef­ur úr nægu að velja, bæði af nýj­um íbúðum og eldri, og það virðist kjósa að kaupa frek­ar þær eldri. Nýj­ar íbúðir eru að jafnaði dýr­ari, en premía á 80-110 fm nýrri íbúð á höfuðborg­ar­svæðinu er nú um 11%. Það er að vísu frek­ar lág premía í sögu­legu sam­hengi, en nú þegar fólk þarf að teygja sig hærra til þess að kaupa íbúðir gæti verið að greiðslu­get­an sé meira bind­andi en oft áður,“ seg­ir Kári.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK