Í nýrri mánaðarskýrslu frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun kemur fram að sölutími nýrra íbúða sé mun lengri en hjá eldri íbúðum.
Kári S. Friðriksson, hagfræðingur í Arion greiningu, segir að verðmiðinn á nýjum íbúðum þyrfti að lækka til að laða að fleiri kaupendur. Spurður um ástæður fyrir því að nýrri íbúðir seljist síður segir Kári að það megi rekja til nokkurra þátta.
„Framboð íbúða hefur sjaldan verið jafn mikið og fólk hefur úr nægu að velja, bæði af nýjum íbúðum og eldri, og það virðist kjósa að kaupa frekar þær eldri. Nýjar íbúðir eru að jafnaði dýrari, en premía á 80-110 fm nýrri íbúð á höfuðborgarsvæðinu er nú um 11%. Það er að vísu frekar lág premía í sögulegu samhengi, en nú þegar fólk þarf að teygja sig hærra til þess að kaupa íbúðir gæti verið að greiðslugetan sé meira bindandi en oft áður,“ segir Kári.
Þá bendir hann á að það gæti verið að fólk sé að einhverju leyti að hafna núverandi stefnu í skipulagsmálum. Til að mynda telji fasteignasalar að skortur á bílastæðum hafi torveldað nokkuð sölu á sumum nýjum íbúðum.
„Samanburðurinn snýst hins vegar alltaf um hvað fólk fær fyrir peningana sína. Líklega þarf verðmiðinn á sumum af þessu nýju íbúðum einfaldlega að lækka til þess að laða að fleiri kaupendur,“ segir Kári að lokum.
Ertu ekki með notendaaðgang? Fara í nýskráningu.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar.
Til þess að lesa hana þarftu að skrá þig inn.
Þú ert innskráð(ur) sem ... en ert ekki með áskrift.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar að Morgunblaðinu, rafræns aðgangs á borð við vikupassa eða séráskriftar að viðkomandi efnisflokki á mbl.is.