Tap og minni framleiðsla hjá Arnarlaxi

Bjørn Hembre forstjóri Arnarlax telur eldislaxinn taki fram úr þorskinum …
Bjørn Hembre forstjóri Arnarlax telur eldislaxinn taki fram úr þorskinum á næstu árum. Ljósmynd/Aðsend

Icelandic Salmon AS, móður­fé­lag Arn­ar­lax ehf., hef­ur birt árs­reikn­ing sinn fyr­ir árið 2024. Rekstr­ar­tekj­ur fé­lags­ins námu 101,4 millj­ón­um evra á ár­inu, sem jafn­gild­ir um 15,2 millj­örðum króna. Tap fyr­ir skatta nam rúm­lega 900 þúsund evr­um eða um 135 millj­ón­um króna. Rekstr­artap fyr­ir af­skrift­ir og fjár­magnsliði (EBIT) var 5,8 millj­ón­ir evra, um 870 millj­ón­ir króna.

Sam­drátt­ur í fram­leiðslu

Heild­ar­fram­leiðsla árs­ins 2024 nam 11.676 tonn­um en var 17.919 tonn árið áður. Fram­leiðslan dróst sam­an vegna líf­fræðilegra áskor­ana sem höfðu áhrif á bæði fisk­eldi í sjó og í seiðastöðvum. Fé­lagið glímdi við mikla fiskilúsa­smit­un og sár á vetr­um, sem leiddi til auk­ins kostnaðar og minni fram­leiðslu.

Icelandic Salmon hef­ur gert víðtæk­ar úr­bæt­ur til að bregðast við þess­um áskor­un­um. Fé­lagið samdi um notk­un vel­báts sem beit­ir hita- og ferskvatnsmeðferð til að losa lax við lús, setti upp lúsa­net á kví­ar og jók notk­un hreinsi­fiska sem éta lús­ina af lax­in­um. Hrogn­kelsi er dæmi um teg­und sem hent­ar vel sem hreinsi­fisk­ur. Þá hef­ur fé­lagið einnig samið um að taka í notk­un Stingray-laser, sem skýt­ur fiskilús með leysi og verður tekið í notk­un á þessu ári.

Sterk eft­ir­spurn á mörkuðum

Þrátt fyr­ir sam­drátt í fram­leiðslu var áfram mik­il eft­ir­spurn eft­ir ís­lensk­um laxi á helstu mörkuðum. Um 68% af söl­unni fór til Evr­ópu, 17% til Norður-Am­er­íku og 16% til Asíu. Sér­stak­lega var vöxt­ur í Kína á seinni hluta árs­ins, þar sem Ísland nýt­ur góðs af fríversl­un­ar­samn­ingi.

„Við sáum mikla eft­ir­spurn eft­ir sjálf­bær­um ís­lensk­um laxi á ár­inu og höf­um styrkt stöðu okk­ar á mörkuðum eins og Norður-Am­er­íku, þar sem við get­um nýtt skipa­flutn­inga til að lækka kol­efn­is­fót­spor og flutn­ings­kostnað,“ seg­ir Bjørn Hembre, for­stjóri Icelandic Salmon, í ávarpi í árs­reikn­ingi.

Und­ir­bún­ing­ur fyr­ir vöxt

Fé­lagið hef­ur á síðustu árum fjár­fest í auk­inni fram­leiðslu­getu smá­laxa og stækk­un slát­ur­húss­ins. Í lok árs 2024 hafði fé­lagið leyfi til að halda allt að 23.700 tonn­um af laxi í sjó á hverj­um tíma. Sé þessi líf­massi nýtt­ur til fulls yfir heilt ár, get­ur fé­lagið fram­leitt allt að 26.000 tonn af laxi ár­lega. Slát­ur­húsið á Bíldu­dal hef­ur burði til að slátra allt að 30.000 tonn­um af laxi á ári.

Í júní 2024 fékk fé­lagið út­hlutað leyfi til að ala 10.000 tonn af geldlaxi í Ísa­fjarðar­djúpi, en leyfið var aft­ur­kallað síðar á ár­inu vegna form­galla í mats­ferli. Fé­lagið vinn­ur nú að því að fá leyfið end­urút­gefið.

Fram­lag til sam­fé­lags­ins

Arn­ar­lax hélt áfram að vera burðarás í at­vinnu­lífi Vest­fjarða. Á ár­inu 2024 greiddi fé­lagið 2,8 millj­arða króna í skatta og gjöld og lagði 417 millj­ón­ir króna til sveit­ar­fé­laga á starfs­svæðum sín­um. Fjár­hags­legt fram­lag Arn­ar­lax jafn­gild­ir um 1,5% af heild­ar­vöru­út­flutn­ingi Íslands.

Framtíðar­horf­ur

Icelandic Salmon horf­ir til þess að nýta leyfi sín til fulls á kom­andi árum og auka fram­leiðslu jafnt og þétt. Fé­lagið tel­ur sig í sterkri stöðu til að ná 26.000 tonna ár­legri fram­leiðslu, stutt öfl­ug­um innviðum og vax­andi markaðstæki­fær­um.

„Við höf­um styrkt innviði okk­ar, fjár­fest í sjálf­bærni og gæðum, og erum vel í stakk búin fyr­ir áfram­hald­andi vöxt. Lax­eldi hef­ur orðið mik­il­væg­ur þátt­ur í út­flutn­ings­tekj­um Íslands og við horf­um björt­um aug­um til framtíðar,“ seg­ir Bjørn Hembre.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK