Tollar skaðað vörumerkið Bandaríkin

Ken Griffin, forstjóri fjárfestingarfélagsins Citadel á Semafor ráðstefnunni.
Ken Griffin, forstjóri fjárfestingarfélagsins Citadel á Semafor ráðstefnunni. AFP/Kayla Bartkowski

Nokk­ur af stærstu fyr­ir­tækj­um Banda­ríkj­anna hafa í ný­leg­um árs­fjórðungs­upp­gjör­um sín­um lýst veru­leg­um áhyggj­um af áhrif­um tolla­stefnu Don­alds Trump for­seta. Fyr­ir­tæk­in benda á að ófyr­ir­sjá­an­legt viðskiptaum­hverfi, auk­inn kostnaður og minnk­andi neysla hafi víðtæk nei­kvæð áhrif á all­an rekst­ur og framtíðar­horf­ur.

Kem­ur þetta fram í frétt CNN.  

Fyr­ir­tæki á borð við PepsiCo, Chipotle, American Air­lines og Procter & Gamble segja toll­ana hafa áhrif víða. Trump stjórn­in hef­ur nú þegar inn­leitt 10% al­menna tolla á nær all­ar inn­flutt­ar vör­ur og sér­staka 145% tolla á flest­ar vör­ur frá Kína, sem að margra mati jafn­gild­ir viðskipta­banni við Kína.

Í frétt CNN er bent á að Ken Griff­in, for­stjóri fjár­fest­ing­ar­fé­lags­ins Cita­del og einn helsti stuðnings­maður Trump for­seta, hafi gagn­rýnt tolla­stefn­una harðlega:

„Banda­rík­in voru meira en bara þjóð, þau voru vörumerki,“ sagði hann á miðviku­dag á Sema­for ráðstefn­unni í Washingt­on. „Þau voru fyr­ir­mynd sem stór hluti heims­ins leit upp til. Nú erum við að rýra það vörumerki.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK