This is a modal window.
Beginning of dialog window. Escape will cancel and close the window.
End of dialog window.
Gestur í viðskiptahluta Dagmála þessa vikuna er Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Jakobsson Capital vann greiningu fyrir Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi á skráðu sjávarútvegsfélögunum í Kauphöll; Ísfélaginu, Síldarvinnslunni og Brim. Spurð út í niðurstöður greiningarinnar segir Heiðrún að niðurstöðurnar séu í takt við það sem SFS hefur haldið fram
„Afkoma og arðsemi í sjávarútvegi er ekki meiri en í öðrum atvinnugreinum og jafnvel minni. Ef að af þessum áformum verður, þá mun það vera högg í afkomu og auðvitað markaðsvirði þessara þriggja félaga. Jakobsson Capital metur það að markaðsvirðið muni lækka um einhverja fimmtíu og þrjá milljarða króna hjá þessum þremur félögum. Og ávöxtun verði kannski kringum 7,9%. Það er bara á pari kannski við ávöxtunarkröfu ríkisbréfa. Og þetta er auðvitað áhyggjuefni vegna þess að þetta er líka samkeppni um fjármagn," segir Heiðrún og bætir við að gott hafi verið að fá þessa greiningu Jakobsson Capital fram.
„Og aftur þá vonar maður bara að það verði dýpri og meiri umræða um nákvæmlega þetta," segir Heiðrún.
Áskrifendur Morgunblaðsins geta horft á þáttinn í heild sinni hér:
https://www.mbl.is/mogginn/dagmal/vidskipti/258112/?_t=1745655774.8692963