Stækka hluthafahópinn

Marriott by Courtyard-hótelið við Aðaltorg í Keflavík. Mikil uppbygging er …
Marriott by Courtyard-hótelið við Aðaltorg í Keflavík. Mikil uppbygging er áformuð í kringum hótelið. mbl.is/Baldur

Ingvar Eyfjörð, fram­kvæmda­stjóri Aðal­torgs, seg­ir fé­lagið ætla að breikka hlut­hafa­hóp­inn vegna fyr­ir­hugr­ar upp­bygg­ing­ar á nokk­ur hundruð íbúðum við Aðal­torg, gegnt Kefla­vík­ur­flug­velli.

„Við erum með öfl­uga hlut­hafa sem hafa staðið þétt við bakið á okk­ur og svo höf­um við verið með inn­lenda banka­fjár­mögn­un en Íslands­banki er aðal­bank­inn okk­ar,“ seg­ir Ingvar sem er meðal hlut­hafa. „Við áætl­um þó að breikka hlut­hafa­hóp­inn á kom­andi miss­er­um enda um­fang verk­efn­is­ins að aukast veru­lega en við höf­um falið Arctica Fin­ance að und­ir­búa og stýra þeirri vinnu,“ seg­ir Ingvar.

Versl­un­ar­hús fyr­ir Nettó

„Við erum nú að reisa staðsteypt versl­un­ar- og þjón­ustu­hús við hlið hót­els­ins á Aðal­torgi þar sem verður mat­vöru­versl­un Nettó og önn­ur þjón­usta, eins og áður seg­ir. Við erum jafn­framt að ljúka hönn­un á nýju íbúðahverfi en skipu­lagið ger­ir ráð fyr­ir 312 íbúðum í fjög­urra hæða ein­inga­hús­um; 160 stúd­íó­í­búðum, 104 þriggja her­bergja íbúðum og 48 fjög­urra her­bergja íbúðum.

Ingvar Eyfjörð framkvæmdastjóri Aðaltorgs hefur mikil áform.
Ingvar Eyfjörð fram­kvæmda­stjóri Aðal­torgs hef­ur mik­il áform. mbl.is/​Eyþór


Við stefn­um að því að upp­setn­ingu fyrstu 96 íbúðanna ljúki sum­arið 2026 og að þær komi til af­hend­ing­ar síðla árs 2026. Íbúðirn­ar eru, líkt og hót­elein­ing­arn­ar, smíðaðar af CIMC en fyr­ir­tækið er með höfuðstöðvar í Jiang­men í Kína,“ seg­ir Ingvar en ekki ligg­ur fyr­ir hvort íbúðirn­ar verði al­farið leigu­íbúðir.

Ítar­legt viðtal við Ingvar birt­ist í ViðskiptaMogg­an­um síðasta miðviku­dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK