Stálið hentar vel í hótelbyggingar

Marriott by Courtyard-hótelið við Aðaltorg í Keflavík. Mikil uppbygging er …
Marriott by Courtyard-hótelið við Aðaltorg í Keflavík. Mikil uppbygging er áformuð í kringum hótelið. mbl.is/Baldur

Ingvar Eyfjörð, fram­kvæmda­stjóri Aðal­torgs, seg­ir full­inn­réttaðar stál­grind­arein­ing­ar frá kín­verska stór­fyr­ir­tæk­inu CIMC í Jiang­men hafa reynst afar vel í Court­yard by Marriott-hót­el­inu við Aðal­torg, gegnt Kefla­vík­ur­flug­velli, og að fram und­an sé upp­bygg­ing á nokk­ur hundruð íbúðum með sömu tækni.

Ingvar seg­ir hót­elið hafa fagnað fimm ára af­mæli í apríl.

„Árið 2017 opnaði Olís sjálfsaf­greiðslu­stöð ÓB aust­an við hót­elið en upp­bygg­ing þess hófst árið 2019. Við opnuðum hót­elið form­lega 14. apríl 2020 og átt­um því fimm ára af­mæli í þess­um mánuði. Eig­in­leg starf­semi í hús­inu hófst þó ekki fyrr en 1. októ­ber 2020 vegna sam­komutak­mark­ana í far­sótt­inni,“ sagði Ingvar.

„Við opnuðum veit­ingastaðinn The Bridge á hót­el­inu en á síðasta ári tók Tokyo Sus­hi við rekstri veit­ingastaðar­ins í hót­el­bygg­ing­unni. Árið 2022 var hár­greiðslu­stof­an Drauma­hár opnuð í bygg­ing­unni og gler­augna­versl­un­in Reykja­nes Optikk. Í mars 2023 var veit­inga­húsið Lang­best opnað í hús­inu en jafn­framt reisti fé­lagið bíla­apó­tek fyr­ir rekst­ur Apó­teks Suður­nesja, sem rekið er und­ir merkj­um Lyfja­vals, gegnt hót­el­inu. Þar er hægt að fá lyf af­greidd út um bíla­l­úg­ur eða í versl­un þess með hefðbundn­um hætti.

Sum­arið 2023 var jafn­framt hraðhleðslug­arður tek­inn í notk­un á Aðal­torgi en HS Orka og In­sta­Volt eiga þar í sam­starfi,“ sagði Ingvar.

Ein­inga­hús­in hafa reynst vel

Hvað með end­ing­una á ein­inga­hús­un­um? Þú nefnd­ir að fimm ár eru liðin frá því að Marriott Courty­ard-hót­elið var opnað og að bygg­ing­in hefði reynst vel.

Herbergi á 2. hæð á Marriott-hótelinu við Aðaltorg.
Her­bergi á 2. hæð á Marriott-hót­el­inu við Aðal­torg. mbl.is/​Bald­ur

„Við telj­um að Íslend­ing­ar eigi mikið ólært um ein­inga­fram­leiðslu. Og ástæðan fyr­ir því að við vild­um ekki fara í þess­ar stöðluðu og hefðbundnu lausn­ir er að við telj­um þær ein­ing­ar ekki henta fyr­ir ís­lensk­ar aðstæður. Upp­gef­inn end­ing­ar­tími, af því að þetta er full­inn­réttað stál­grind­ar­hús, er gef­inn upp 60 ár en um 40 ár í steyp­unni, þannig að þetta stenst vænt­ing­ar á líf­tím­an­um al­veg eins og steyp­an. Svo veg­ur mjög þungt, ef ákveðið er að breyta notk­un hús­næðis­ins, að það er mjög auðvelt að taka ein­ing­arn­ar niður og breyta hlut­verki þeirra,“ seg­ir Ingvar Eyfjörð að lok­um.

Ítar­lega var rætt við hann á miðopnu síðasta ViðskiptaMogga.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK