Vöxtur og rekstrarhagkvæmni í nýsköpun

Sæunn Björk Þorkelsdóttir, forstöðumaður hjá Controlant og stjórnarkona.
Sæunn Björk Þorkelsdóttir, forstöðumaður hjá Controlant og stjórnarkona.

Umræðan um mik­il­vægi ný­sköp­un­ar og vaxt­ar­hugafars hef­ur um all­nokk­urt skeið verið rík í ís­lensku at­vinnu­lífi enda hef­ur ávinn­ing­ur­inn haft bein áhrif á sam­fé­lagið með auk­inni vel­meg­un og nýj­um at­vinnu­tæki­fær­um. Árang­ur­inn er aug­ljós; við þekkj­um þessi ís­lensku fyr­ir­tæki sem hafa sett sögu sína á blað og fjölg­un svo­kallaðra ein­hyrn­inga er fagnaðarefni. En hvernig hafa sjón­ar­mið vaxt­ar og rekstr­ar­hag­kvæmni breyst með aukn­um um­svif­um ný­sköp­un­ar?

Rekstr­ar­hag­kvæmni var aðal­mæli­kv­arðinn

Í þessu sam­hengi er skemmti­legt að líta um öxl, en það er ekki svo langt síðan rekstr­ar­hag­kvæmni var mik­il­væg­asti mæli­kv­arðinn á ár­ang­ur skipu­lags­heilda þótt vöxt­ur hafi alltaf verið áhuga­verður. Ég fletti upp í náms­efni frá há­skóla­ár­un­um og stjórn­un­ar­bók­um, t.a.m. eft­ir föður minn Þor­kel Sig­ur­laugs­son, frá lok­um síðustu ald­ar og byrj­un 21. ald­ar til að setja þetta í sögu­legt sam­hengi. Á þeim tíma var góður for­stjóri ein­fald­lega rekstr­araðili og aðferðir sam­hæfðs ár­ang­urs­mats (e. Bal­anced Scor­ecards), al­tækr­ar gæðastjórn­un­ar (e. TQM) og end­ur­gerð vinnu­ferla (e. BPM) vin­sæl­ar stjórn­un­araðferðir. Þessi tól, eins og önn­ur, virka við til­tek­in verk­efni og í ákveðinn tíma.

Viðskiptaum­hverfið hef­ur breyst, ný vídd ný­sköp­un­ar bæst í flór­una þar sem hraðinn er meiri og tæki­færi til að ná ár­angri og veld­is­vexti á stutt­um tíma raun­veru­leg­ur. Stjórn­end­ur standa frammi fyr­ir nýj­um áhersl­um, s.s. sjálf­bærni, jafn­launa­vott­un og flóknu reglu­verki sem hef­ur svo sann­ar­lega ekki ein­faldað lands­lagið. Aft­ur á móti hafa gervi­greind, ný tækni og hug­búnaður ein­faldað mörg verk­efni og aukið hag­kvæmni og hraða. Leiðtoga- og hug­sjóna­hlut­verk for­stjór­ans er nú ekki síður mik­il­vægt.

Um alda­mót­in var ennþá mest áhersla á rekstr­ar­hag­kvæmni hefðbund­inna auðlinda­greina en fljót­lega byrjaði viðskipta­lífið og stjórn­völd að tala fyr­ir framtíðar­sýn þar sem horfa yrði til lang­tíma­stefnu­mót­un­ar með auk­inni áherslu á ný­sköp­un. Trufl­un varð þegar DOT COM-ból­an sprakk með til­heyr­andi van­trú fjár­festa á in­ter­net­drifn­um fjár­fest­ing­um og síðan banka­hrunið þar sem von­in um Ísland sem fjár­mála­miðstöð varð að engu. Í dag er mik­il­vægi hug­verkaiðnaðar orðið flest­um ljós og í víðum skiln­ingi þess hug­taks stærsta stoðin í at­vinnu­líf­inu inn­an nokk­urra ára.

Aðlög­un­ar­hæfni og seigla nauðsyn­leg

Rekstr­ar­hag­kvæmni skipt­ir enn máli, en hef­ur fengið nýtt hlut­verk og vægi með auk­inni ný­sköp­un og vexti. Vöxt­ur krefst hug­ar­fars sem ein­kenn­ist af hæfi­leik­um til að fagna áskor­un­um, sjá þær sem tæki­færi, vera til­bú­in í breyt­ing­ar, læra af mis­tök­um og hafa seiglu til að halda áfram þegar á móti blæs. Fyr­ir­tæki í vaxt­ar­um­hverfi þekkja vel mik­il­vægi skalan­leika og fókus­inn hef­ur gjarn­an verið á vör­una sjálfa og þróun henn­ar, minna á und­ir­stöðurn­ar. Það er þó mik­il­vægt að vinna að innviðaupp­bygg­ingu og fjár­festa einnig í und­ir­stöðunum þegar vel geng­ur.

Rík­is­valdið þarf einnig að sinna þess­um mála­flokki. Und­ir­stöður og innviðir eins og hafn­ir, flug­vell­ir og vega­gerð voru mik­il­væg­ir innviðir í auðlinda­drifnu hag­kerfi. Í hug­vits­drifnu sam­fé­lagi þarf að setja fjár­muni t.d. í há­skól­ana, rann­sókn­ir og vís­indastarf svo við séum sam­keppn­is­fær við ná­grannaþjóðir og skapa nýja at­vinnu­starf­semi með ungri vel menntaðri kyn­slóð.

Forðast ber þó að setja samasem­merki milli innviðaupp­bygg­ing­ar og íhalds­samra kerfa og skriffinnsku sem tef­ur vöxt, sem varð raun­veru­leiki margra alda­móta­fyr­ir­tækja. Nauðsyn­legt er að fjár­festa í und­ir­stöðum með áherslu á skalan­leika og sjálf­virkni­væðingu. Vaxt­ar­hugafar á nefni­lega ekki ein­ung­is við sölu-, markaðs- og vöruþróun held­ur einnig í þjón­ustu-, rekstr­ar- og stoðein­ing­um, þó það sé með öðru sniði og ekki leiðandi.

Búa þarf til jarðveg þar sem sala og vöruþróun geta unnið að vaxt­ar­mark­miðum á sama tíma og rekstr­ar- og stoðein­ing­ar hafa umboð til að vinna að skil­virkni með aðlög­un­ar­hæfni og lang­tíma­rekst­ar­hag­kvæmni í huga, án þess að tak­marka vöxt, held­ur þvert á móti til að styðja við hann og búa til sveig­an­leika ef bregðast þarf hratt við.

Pist­ill­inn birt­ist fyrst í ViðskiptaMogg­an­um sem kom út sl. miðviku­dag. 

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK