Brjóta blað með lífsgæðakjarna

Verið er að byggja verslunarhúsnæði fyrir Nettó við hlið Marriott-hótelsins …
Verið er að byggja verslunarhúsnæði fyrir Nettó við hlið Marriott-hótelsins á Aðaltorgi. Á efri hæð hússins verður þjónusta. Lífsgæðakjarni verður byggður upp við hlið Aðaltorgs. mbl.is/Baldur

Ingvar Eyfjörð, fram­kvæmda­stjóri Aðal­torgs, boðar upp­bygg­ingu lífs­gæðakjarna við Aðal­torg, gegnt Kefla­vík­ur­flug­velli, á næstu árum. Lífs­gæðakjarn­inn verður við hlið Marriott-hót­els­ins á Aðal­torgi en þar er nú verið að byggja versl­un­ar­hús­næði fyr­ir Nettó og skrif­stof­ur og þjón­ustu á efri hæð.

Lífs­gæðakjarni er ný­lunda á ís­lensk­um fast­eigna­markaði. En hvað skyldi lífs­gæðakjarni vera?

„Lífs­gæðakjarn­ar eru til­tölu­lega nýtt hug­tak við fast­eignaþróun þar sem ólík bú­setu­form eins og eign­ar- og leigu­íbúðir ásamt hjúkr­un­ar­rým­um geta stuðlað að öfl­ugu sam­fé­lagi eldri borg­ara þar sem öll meg­in­nærþjón­usta er í göngu­færi, s.s. mat­vöru­versl­un, smá­vöru­versl­an­ir, úti­vist­ar­svæði, heilsu­tengd þjón­usta og önn­ur fjöl­breytt at­vinnu­starf­semi,“ seg­ir Ingvar.

„Inn­an lífs­gæðakjarna Aðal­torgs ger­ir skipu­lagið ráð fyr­ir 138 ör­ygg­is- og þjón­ustu­íbúðum til viðbót­ar við 312 al­menn­ar íbúðir. Stefn­an kall­ast á við þá staðreynd að ald­urs­sam­setn­ing þjóðar­inn­ar er að breyt­ast og hún að eld­ast. Því vilj­um við taka mið af þeirri þróun í upp­bygg­ingaráætl­un­um okk­ar,“ seg­ir Ingvar og lýs­ir svo aðdrag­and­an­um.

Ráðgjöf frá Bost­on

„Eft­ir að við eignuðumst fast­eign­ina fór­um við í skipu­lags­breyt­ing­ar, lögðum fram þessa upp­bygg­ingaráætl­un og stækkuðum reit­inn. Það var árið 2016 og í fram­hald­inu fór­um við að huga að þessu hót­eli.

Við feng­um am­er­ísk­an viðskipta­arki­tekt að nafni John Co­les frá stof­unni Arrows Street í Bost­on og Ragn­ar Atla Guðmunds­son hjá Þróun og ráðgjöf til þess að koma og ráðleggja okk­ur hvernig væri hægt að breyta þessu svæði í versl­un­ar­svæði. Útkom­an var áætl­un sem heit­ir frá Móa til Torgs.“

Ingvar Eyfjörð framkvæmdastjóri Aðaltorgs.
Ingvar Eyfjörð fram­kvæmda­stjóri Aðal­torgs. mbl.is/​Eyþór

Gátu valið úr hót­elkeðjum

Hvaðan kom sú hug­mynd að fá Marriott hingað?

„Við byrjuðum á að ræða við inn­lend­ar hót­elkeðjur og vor­um fyrst í viðræðum við Hilt­on-hót­elkeðjuna. Þegar rekstr­araðilar Hilt­on á Íslandi gengu úr skaft­inu hafði ég sam­band við stór­ar alþjóðleg­ar hót­elkeðjur sem all­ar sýndu þessu mik­inn áhuga og svo fór að við geng­um til samn­inga við Marriott.“

Þannig að þið gátuð valið úr hót­elkeðjum?

„Já. Það var enda mik­ill vöxt­ur í ferðaþjón­ust­unni árin 2016 og 2017,“ seg­ir Ingvar.

Ítar­lega var rætt við hann á miðopnu síðasta ViðskiptaMogga.

Herbergi á 2. hæð á Marriott-hótelinu við Aðaltorg.
Her­bergi á 2. hæð á Marriott-hót­el­inu við Aðal­torg. mbl.is/​Bald­ur
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK