Lífeyrissjóður verzlunarmanna (LV) hefur valið J.P. Morgan sem nýjan vörsluaðila erlendra eigna sjóðsins. Arne Vagn Olsen, forstöðumaður eignastýringar LV, segir að ákvörðun um að skipta um vörsluaðila hafi verið tekin að undangengnu ítarlegu mati á framtíðarþörfum sjóðsins.
„Eignasafn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hefur stækkað verulega á undanförnum árum og nú er um helmingur eigna sjóðsins erlendis – í skráðum hlutabréfum, framtakssjóðum og öðrum erlendum fjárfestingum,“ segir Arne og bendir á að þessi þróun hafi leitt til aukinna krafna um gagnsæi, gæði skýrslugerðar, áhættumælingar og tæknilegan sveigjanleika.
„Við töldum mikilvægt að vera með samstarfsaðila sem getur bæði mætt þessum kröfum í dag og stutt við áframhaldandi vöxt sjóðsins til framtíðar. J.P. Morgan kom sterkast út úr því mati sem fram fór og býður upp á alþjóðlega þjónustu, lausnir í fremstu röð og reynslu sem nýtist sjóði af okkar stærðargráðu og stefnu.“
Ertu ekki með notendaaðgang? Fara í nýskráningu.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar.
Til þess að lesa hana þarftu að skrá þig inn.
Þú ert innskráð(ur) sem ... en ert ekki með áskrift.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar að Morgunblaðinu, rafræns aðgangs á borð við vikupassa eða séráskriftar að viðkomandi efnisflokki á mbl.is.