Þegar vörumerki flæðir frjálst

Íris Mjöll Gylfadóttir, framkvæmdastjóri Brandr.
Íris Mjöll Gylfadóttir, framkvæmdastjóri Brandr. Morgunblaðið/Karitas

Vörumerki snýst alltaf um fólk, sterkt vörumerki býr í huga fólks hvort sem það er starfs­fólk, viðskipta­vin­ir eða aðrir hagaðilar. Sterkt vörumerki gef­ur sam­keppn­is­for­skot en ekki ein­ung­is hvað varðar viðskipta­vini held­ur býr það sam­keppn­is­for­skot í öfl­un hæfi­leika og laðar til sín gott starfs­fólk. Segja má að vörumerki sé brú­in á milli viðskipta­vina og starfs­manna.

Fólk teng­ist vörumerki ekki ein­vörðungu í gegn­um vöru eða þjón­ustu, held­ur teng­ir það við gildi, menn­ingu og þá upp­lif­un sem vörumerkið stend­ur fyr­ir. Ánægðir sam­stillt­ir starfs­menn skila því betri upp­lif­un alla leið til viðskipta­vina.

Til að ná ár­angri þarf vörumerkið að hafa vel skil­greinda stefnu þar sem sam­vinna for­stjóra, mannauðs- og markaðsstjóra trygg­ir að hún sé í takt við menn­ingu fyr­ir­tæk­is­ins.

Þess­ir aðilar eiga að nýta styrk­leika hver ann­ars til að inn­leiða sterka fyr­ir­tækja­menn­ingu, for­stjór­inn með sína ein­stöku sýn og drif­kraft, mannauðss­fólkið með sína þekk­ingu og skiln­ing á ferl­um og fólki, markaðss­fólkið með styrk til að virkja, miðla og tengja.

Markaðsfólk kann að segja sög­ur, bæði inn á við og út á við, og þannig get­ur það stýrt breyt­ing­um, byggt upp menn­ingu og al­mennt hvatt til góðra verka.

Rann­sókn­ir sýna að þegar starfs­fólk upp­lif­ir sig sem hluta af vörumerki fyr­ir­tæk­is­ins verður til sam­heldni sem eyk­ur starfs­ánægju. Þær sýna jafn­framt að þegar starfs­fólk finn­ur til­gang í starfi sínu og teng­ir við mark­mið fyr­ir­tæk­is­ins og trú­ir á framtíðar­sýn þess eyk­ur það stolt þess ásamt því að það er til­búið að leggja meira á sig til að taka þátt í vexti og þróun fyr­ir­tæk­is­ins.

Þetta viðhorf ýtir und­ir sterka vinnustaðamenn­ingu sem skil­ar sér til alla leið til viðskipta­vina þar sem það styrk­ir orðspor fyr­ir­tæk­is­ins sem skil­ar sér í betri rekstri og auk­inni fram­legð.

Þrátt fyr­ir þetta hætt­ir fyr­ir­tækj­um til að vinna í síló­um þar sem mannauðsstjóri og markaðsstjóri hafa lít­il sam­skipti um vörumerkið og því alls óvíst hvort þeir upp­lifi það á sama hátt. Þarna eru oft múr­ar á milli sem vaktaðir eru af landa­mæra­vörðum inn­an fyr­ir­tæk­is­ins. Það er mik­il­vægt fyr­ir þessa verði að þekkja vel bæði ímynd og sjálfs­mynd vörumerk­is­ins.

Ein­ung­is þannig tryggja þeir næg­ar upp­lýs­ing­ar til að vinna störf sín sem best með hags­muni fyr­ir­tæk­is­ins að leiðarljósi.

Sterk vörumerki eru meðvituð um þetta og þekkja vel ímynd sína og sjálfs­mynd, yf­ir­leitt er ein­hver skör­un á þessu tvennu og er mik­il­vægt að vita hver hún er. Þetta inn­sæi hjálp­ar vörumerkj­um í stefnumiðaðri markaðssetn­ingu og hjálp­ar þeim að aðlaga sig breytt­um aðstæðum á markaði.

Þegar við ríf­um niður múr­ana milli mannauðs og markaðsmá­la skap­ast tæki­færi til að byggja upp sterk­ara vörumerki, vörumerki sem fólk vill ekki aðeins versla við held­ur vera hluti af.

Vörumerki sem bygg­ir á gild­um, menn­ingu og sam­heldni er sterk­ara og á meiri mögu­leika á að vaxa til framtíðar. Þannig get­ur sterkt vörumerki orðið hreyfiafl inn­an fyr­ir­tækja sem sam­ein­ar starfs­fólk, kveik­ir með því eld­móð og löng­un til að ná ár­angri ásamt því að auka holl­ustu og stolt.

Ekki gleyma því að starfs­fólk er einn mik­il­væg­asti mark­hóp­ur allra vörumerkja.

Pist­ill­inn birt­ist fyrst í ViðskiptaMogg­an­um sem kom út sl. miðviku­dag.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK