Bretar svartsýnir á efnahagshorfur

Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, þarf að takast á við erfiðar …
Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, þarf að takast á við erfiðar aðstæður. AFP/Carl Court

Ný könn­un breska markaðsrann­sókna­fyr­ir­tæk­is­ins Ip­sos MORI hef­ur leitt í ljós að al­menn­ing­ur í Bretlandi hef­ur ekki verið svart­sýnni um efna­hags­horf­ur í land­inu í marga ára­tugi.

Um það bil 75% svar­enda sögðust bú­ast við að efna­hags­ástandið færi versn­andi á næstu tólf mánuðum og er það aukn­ing um átta pró­sentu­stig á milli mánaða. Aðeins 7% svar­enda bú­ast við að efna­hag­ur Bret­lands fari batn­andi og 13% þeirra reikna með óbreyttu ástandi. Meðaltal könn­un­ar­inn­ar er reiknað með því að draga hlut­fall svart­sýnna frá hlut­falli bjart­sýnna og fæst þá tal­an -68, en það er lægsta gildi sem sést hef­ur frá því mæl­ing­ar Ip­sos MORI hóf­ust árið 1978. Á því tíma­bili fengu Bret­ar m.a. að tak­ast á við efna­hagskrepp­una árið 1980, fjár­málakrepp­una árið 2008 og efna­hags­leg­ar af­leiðing­ar kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins, en í öll þrjú skipt­in var -64 lægsta gildið sem mæld­ist.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK