Ný könnun breska markaðsrannsóknafyrirtækisins Ipsos MORI hefur leitt í ljós að almenningur í Bretlandi hefur ekki verið svartsýnni um efnahagshorfur í landinu í marga áratugi.
Um það bil 75% svarenda sögðust búast við að efnahagsástandið færi versnandi á næstu tólf mánuðum og er það aukning um átta prósentustig á milli mánaða. Aðeins 7% svarenda búast við að efnahagur Bretlands fari batnandi og 13% þeirra reikna með óbreyttu ástandi. Meðaltal könnunarinnar er reiknað með því að draga hlutfall svartsýnna frá hlutfalli bjartsýnna og fæst þá talan -68, en það er lægsta gildi sem sést hefur frá því mælingar Ipsos MORI hófust árið 1978. Á því tímabili fengu Bretar m.a. að takast á við efnahagskreppuna árið 1980, fjármálakreppuna árið 2008 og efnahagslegar afleiðingar kórónuveirufaraldursins, en í öll þrjú skiptin var -64 lægsta gildið sem mældist.
Segir Reuters að aukna svartsýni megi rekja bæði til breyttrar tollastefnu Bandaríkjanna og almennra áhyggja bresks almennings af stjórn efnahagsmála. ai@mbl.is
Greinin birtist upphaflega í Morgunblaðinu 28. apríl.
Ertu ekki með notendaaðgang? Fara í nýskráningu.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar.
Til þess að lesa hana þarftu að skrá þig inn.
Þú ert innskráð(ur) sem ... en ert ekki með áskrift.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar að Morgunblaðinu, rafræns aðgangs á borð við vikupassa eða séráskriftar að viðkomandi efnisflokki á mbl.is.