Gervigreind margfaldar afköstin

Elvar Örn Þormar segir gervigreind sinna ákveðinni handavinnu en forritarinn …
Elvar Örn Þormar segir gervigreind sinna ákveðinni handavinnu en forritarinn þurfi að kunna sitt fag. Morgunblaðið/Eyþór

Áhrifa gervi­greind­ar er farið að gæta víða í ís­lensku at­vinnu­lífi. Hér og þar er fólk byrjað að prófa sig áfram og marg­ir hafa upp­götvað að nota má for­rit á borð við Chat­G­PT og Grok til að auka af­köst og spara ýmis hand­tök.

Hug­búnaðar­geir­inn var með þeim fyrstu til að taka gervi­greind í sína þjón­ustu enda kom það snemma í ljós að tækn­in var nokkuð lag­in við að skrifa tölvu­kóða, og er nú svo komið að vart má finna þann for­rit­ara sem ekki not­ar ein­hvers kon­ar gervi­greind við sín dag­legu störf.

En hvaða áhrif hef­ur þessi þróun á vinnu­markaðinn? Eitt­hvað hlýt­ur jú að breyt­ast þegar ný tækni marg­fald­ar af­köst fólks og núna virðist t.d. mega greina þess merki vest­an­hafs að hægt hafi á fjölg­un starfa í hug­búnaðar­geir­an­um, svo að mun fleiri um­sækj­end­ur eru um hvert laust starf.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK