Hátt í fjörtíu konur fóru í afmælisferð LeiðtogaAuðar til Lissabon í Portúgal.
LeiðtogaAuður er deild innan Félags kvenna í atvinnulífinu, FKA sem varð til í tengslum við verkefnið ,,AUÐUR í krafti kvenna” sem stóð yfir á árunum 2000-2003. Markmið AUÐAR var að auka þátttöku kvenna í atvinnusköpun og var LeiðtogaAuður einn af sex meginþáttum verkefnisins. Kjarni hósins mynda þær konur sem tóku þátt í LeiðtogaAuðar námskeiðum á árunum 2000-2002. Sá hópur var valinn með því að hafa samband við stærstu fyrirtæki atvinnulífsins, auk nokkurra stofnanna og bjóða þeim að tilnefna konu úr röðum æðstu stjórnenda fyrirtækisins.
„Ferðin til Lissabon Portúgal var skipulögð af Eventum Travel, hópurinn gisti á Pestana Palance Lisboa og óhætta að segja að Eventum og Vorferðanefnd LeiðtogaAuða, þær Þórunn Inga Ingjaldsdóttir, Elfa Björg Aradóttir, Hildur Árnadóttir, Ása Karín Holm og Ragnheiður Aradóttir hafi slegið í gegn,“ segir Svanhildur Jónsdóttir formaður LeiðtogaAuða.
Í afmælisferðinni var þétt dagskrá af fræðslu, flæði og endurfundum. Nýjar tengingar innan hópsins, dýpri tengingar og jarðtenging var það sem hópurinn upplifði og útkoman ógleymanleg minning um ferðina á afmælisári LA. Eventum Travel skipulagði ferðina.
„Krafturinn, stemmningin rosalega góð og uppbyggileg í hópnum sem er fegurðin í þessu öllu saman. Auðurinn sem við erum - samherjar,“ segir ein við heimkomuna. „Mikil fegurð í því fólgin að finna stuðning, fá áheyrn og upplifa alla þessa gleði“.
Heimsótti hópurinn höfuðstöðvar EDP (Energias de Portugal) sem er stærsta orkufyrirtækið í Portúgal en þau eru leiðandi í raforkuframleiðslu og hefur veruleg áhrif á alþjóðlegum markaði. Höfuðstöðvar EDP í Lissabon voru hannaðar af portúgölsku arkitektastofunni Aires Mateus og er frá árinu 2015.