Heimsóttu stærsta orkufyrirtækið í Portúgal

Hátt í fjörtíu konur fóru í afmælisferð LeiðtogaAuðar til Lissabon …
Hátt í fjörtíu konur fóru í afmælisferð LeiðtogaAuðar til Lissabon í Portúgal. Ljósmynd/Aðsend

Hátt í fjör­tíu kon­ur fóru í af­mæl­is­ferð Leiðtoga­Auðar til Lissa­bon í Portúgal.

Leiðtoga­Auður er deild inn­an Fé­lags kvenna í at­vinnu­líf­inu, FKA sem varð til í tengsl­um við verk­efnið ,,AUÐUR í krafti kvenna” sem stóð yfir á ár­un­um 2000-2003. Mark­mið AUÐAR var að auka þátt­töku kvenna í at­vinnu­sköp­un og var Leiðtoga­Auður einn af sex meg­inþátt­um verk­efn­is­ins. Kjarni hós­ins mynda þær kon­ur sem tóku þátt í Leiðtoga­Auðar nám­skeiðum á ár­un­um 2000-2002. Sá hóp­ur var val­inn með því að hafa sam­band við stærstu fyr­ir­tæki at­vinnu­lífs­ins, auk nokk­urra stofn­anna og bjóða þeim að til­nefna konu úr röðum æðstu stjórn­enda fyr­ir­tæk­is­ins. 

 „Ferðin til Lissa­bon Portúgal var skipu­lögð af Event­um Tra­vel, hóp­ur­inn gisti á Pest­ana Pal­ance Lis­boa og óhætta að segja að Event­um og Vorferðanefnd Leiðtoga­Auða, þær Þór­unn Inga Ingj­alds­dótt­ir, Elfa Björg Ara­dótt­ir, Hild­ur Árna­dótt­ir, Ása Karín Holm og Ragn­heiður Ara­dótt­ir hafi slegið í gegn,“ seg­ir Svan­hild­ur Jóns­dótt­ir formaður Leiðtoga­Auða.

Í af­mæl­is­ferðinni var þétt dag­skrá af fræðslu, flæði og end­ur­fund­um. Nýj­ar teng­ing­ar inn­an hóps­ins, dýpri teng­ing­ar og jarðteng­ing var það sem hóp­ur­inn upp­lifði og út­kom­an ógleym­an­leg minn­ing um ferðina á af­mælis­ári LA. Event­um Tra­vel skipu­lagði ferðina.

„Kraft­ur­inn, stemmn­ing­in rosa­lega góð og upp­byggi­leg í hópn­um sem er feg­urðin í þessu öllu sam­an. Auður­inn sem við erum - sam­herj­ar,“ seg­ir ein við heim­kom­una. „Mik­il feg­urð í því fólg­in að finna stuðning, fá áheyrn og upp­lifa alla þessa gleði“.

Heim­sótti hóp­ur­inn höfuðstöðvar EDP (Energi­as de Portugal) sem er stærsta orku­fyr­ir­tækið í Portúgal en þau eru leiðandi í raf­orku­fram­leiðslu og hef­ur veru­leg áhrif á alþjóðleg­um markaði. Höfuðstöðvar EDP í Lissa­bon voru hannaðar af portú­gölsku arki­tekta­stof­unni Aires Mateus og er frá ár­inu 2015. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK