Ístak reisir Vaðölduver fyrir sjö milljarða

Hér sjást þau Sigurgeir Björn Geirsson, yfirverkefnisstjóri Vaðölduvers, Kristín Linda …
Hér sjást þau Sigurgeir Björn Geirsson, yfirverkefnisstjóri Vaðölduvers, Kristín Linda Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, Karl Andreassen, forstjóri Ístaks og Hjálmur Sigurðsson, framkvæmdastjóri mannvirkja hjá Ístaki Ljósmynd/Aðsend

Lands­virkj­un hef­ur samið við verk­taka­fyr­ir­tækið Ístak hf. um ýmis mann­virki fyr­ir Vaðöldu­ver, þar sem fyrsta vindorku­ver lands­ins rís. Upp­hæð samn­ings­ins nem­ur rúm­um 6,8 millj­örðum króna. 

Fram kem­ur í til­kynn­ingu Lands­virkj­un­ar að reiknað sé með að Ístak hefj­ist handa í núna í maí og verk­inu ljúki sum­arið 2027. 

Alls bár­ust sjö til­boð í verkið og var til­boð Ístaks metið hag­stæðast að teknu til­liti til sam­tölu fjár­hæðar þess og til­boðs í kol­efn­is­kostnað. 

Und­ir samn­ing­inn fell­ur bygg­ing á járn­bent­um og stein­steypt­um und­ir­stöðum fyr­ir 28 vind­myll­ur, sem og gerð krana­stæða fyr­ir upp­setn­ingu vind­myll­anna, ásamt allri jarðvinnu.

Þá reis­ir Ístak um 1000 m² safn­stöð á svæðinu, stein­steypta bygg­ingu sem nýtt verður fyr­ir ýms­an búnað og verk­stæði. Safn­stöðin verður tengd við tengi­virki Landsnets. Þá þurfi að leggja tölu­vert af lögn­um á svæðinu og grafa fyr­ir þeim, ganga frá malar­plön­um og vatns- og frá­veitu. 

Vind­myll­ur gang­sett­ar á næsta ári

Lands­virkj­un samdi í nóv­em­ber sl. við þýska fyr­ir­tækið Enercon um kaup, upp­setn­ingu og rekst­ur á vind­myll­un­um 28, sem reist­ar verða í Vaðöldu­veri. Fyrri helm­ing­ur þeirra verður gang­sett­ur á næsta ári og seinni hlut­inn árið 2027.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK