Pólitíkin hér stærri áskorun

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Gest­ur í viðskipta­hluta Dag­mála þessa vik­una er Heiðrún Lind Marteins­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi.

    Spurð hverj­ar séu helstu áskor­an­irn­ar sem sjáv­ar­út­veg­ur­inn glími við nefn­ir hún póli­tíksa lands­lagið bæði hér heima og er­lend­is.

    „Stóru áskor­an­irn­ar eru, ef maður fyrst horf­ir út í heim, að þá er ég svo sem ekki að segja nein­ar nýj­ar frétt­ir að hið geópóli­tíska lands­lag er að hafa áhrif. Það er óvissa um sölu sjáv­ar­af­urða. Og það eru ein­stök ríki að fá á sig háa tolla. Viðskipti finna sér yf­ir­leitt far­veg og það er bara spurn­ing um hvar enda þess­ar afurðir. Ef að þær enda ekki inni í Banda­ríkj­un­um þá munu þær enda ein­hvers staðar ann­ars staðar, jafn­vel á okk­ar sterk­ari mörkuðum eins og inni í Evr­ópu. Þannig að ef mikið fram­boð verður til viðbót­ar það fram­boð sem verið hef­ur á öðrum mörkuðum eins og inni í Evr­ópu, þá get­ur það auðvitað leitt til verðlækk­ana," seg­ir Heiðrún og bend­ir á að það hafi sýnt sig að banda­rísk­ir neyt­end­ur séu fljót­ir að skipta yfir í ódýr­ari vör­ur við verðhækk­an­ir. 

    Maður veit í raun ekk­ert hvað er að fara að ger­ast eða hver áhrif­in raun­veru­lega verða. En þetta er bara allt breyt­ing­um háð þannig að þetta eru kannski stóru áhyggj­urn­ar við það sem er að ger­ast úti í heimi og áhrif á ís­lensk­an sjáv­ar­út­veg. Síðan auðvitað hérna þetta póli­tíska lands­lag eða það sem við erum að glíma við hérna heima núna. Það er að mínu viti bara enn stærri áskor­un," seg­ir Heiðrún.

    Áskrif­end­ur Morg­un­blaðsins geta horft á þátt­inn í heild sinni hér:

    mbl.is
    Fleira áhugavert
      ISK
      USD
      EUR
      GBP
      CAD
      DKK
      NOK
      SEK
    Fleira áhugavert
      ISK
      USD
      EUR
      GBP
      CAD
      DKK
      NOK
      SEK