Stefán ákærður fyrir 100 milljóna króna skattsvik

Veitingastaðurinn í Sjálandi stóð, að sögn saksóknara, í vanskilum á …
Veitingastaðurinn í Sjálandi stóð, að sögn saksóknara, í vanskilum á sköttum sem haldið var eftir af launum starfsmanna veitingastaðanna tveggja. mbl.is/Ásdís

Veit­ingamaður­inn Stefán Magnús­son gæti átt yfir höfði sér sex ára fang­elsis­vist þar sem hann hef­ur verið ákærður fyr­ir 100 millj­óna króna skattsvik. Stefán rak Reykja­vík MEAT og veit­ingastaðinn í Sjálandi í Garðabæ þar til þau fóru á haus­inn.

Þetta kem­ur fram í ákæru héraðssak­sókn­ara sem mbl.is hef­ur und­ir hödn­um. Stefáni er gefið að sök að standa ekki skil á op­in­ber­um gjöld­um sem haldið var eft­ir af laun­um starfs­manna veit­ingastaðanna tveggja.

Héraðssak­sókn­ari ákær­ir Stefán fyr­ir að hafa svikið ríf­lega 32 millj­ón­ir króna sem fram­kvæmda­stjóri Steik­ar ehf. 2020-2022, og síðan svikið rúm­lega 68 millj­ón­ir á ár­un­um sem fram­kvæmda­stjóri Gour­met ehf. á ár­un­um 2021-2023.

Bæði fé­lög­in eru í dag gjaldþrota. 

Allt að 6 ára fang­elsi

Málið varðar 262. gr. al­mennra hegn­ing­ar­laga, að mati sak­sókn­ara, sem þýðir að Stefán gæti þurft að sæta allt að 6 ára fang­elsi verði hann sak­felld­ur.

Steik ehf. rak veit­ingastaðinn Reykja­vík MEAT fram að gjaldþroti 2021 og Gour­met ehf. hélt úti rekstri á veit­ingastaðnum Sjá­land í Garðabæ áður en fé­lagið fór í þrot í októ­ber 2023.

Stefán rek­ur einnig fé­lagið Brunch ehf., sem rak veit­ingastaðinn Mat­hús Garðabæj­ar áður fyrr en eig­enda­skipti urðu árið 2022 og tók fé­lagið MHG10 ehf. við rekstr­in­um. Brunch ehf. kem­ur ekki fyr­ir í ákær­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK