Flugfélögin rekin með tapi

Hægst hefur á langtímabókunum. Forstjóri Icelandair segir þetta í takt …
Hægst hefur á langtímabókunum. Forstjóri Icelandair segir þetta í takt við það sem áður hefur gerst þegar óvissa er í alþjóðaumhverfinu.

Snorri Jak­obs­son, grein­andi hjá Jak­obs­son Capital, seg­ir að upp­gjör flug­fé­lag­anna hafi verið sterk. „Icelanda­ir skilaði besta fyrsta árs­fjórðungi í rekstri síðan 2019. Hér þarf að horfa til þess að eng­ir pásk­ar voru á fyrsta árs­fjórðungi 2025 og lít­ur því út fyr­ir að upp­gjörið hafi verið það besta í ára­tug,“ seg­ir hann og bæt­ir við að það hafi jafn­framt verið viðsnún­ing­ur hjá Play en af­kom­an var óbreytt þrátt fyr­ir enga páska.

Óvissa um vet­ur­inn

„Hér er rétt að benda á að áhrif páska eru meiri hjá Play en fé­lagið hef­ur í aukn­um mæli ein­beitt sér að þjón­ustu við Íslend­inga og að fljúga með þá í fríið og eru áhrif páska því mik­il. Til skamms tíma er út­litið bjart en það er meiri óvissa um vet­ur­inn vegna af­leiddra eft­ir­spurn­aráhrifa af toll­um í BNA,“ seg­ir Snorri.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK