Arðsemi eiginfjár Arion banka var 12,8%

Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka. Ljósmynd/Aðsend

Arðsemi eig­in­fjár sem til­heyr­ir hlut­höf­um Ari­on banka var 12,8%, sam­an­borið við 9,1% á fyrsta árs­fjórðungi í fyrra. Frá þessu er greint í til­kynn­ingu til Kaup­hall­ar­inn­ar.
Hagnaður sem til­heyr­ir hlut­höf­um Ari­on banka var 6,4 millj­arðar króna á fjórðungn­um, sam­an­borið við 4,4 millj­arðar króna á sama tíma í fyrra.

Þókn­an­a­starf­sem­in skilaði 4,5 millj­örðum króna, sam­an­borið við 3,4 millj­arða króna á fyrsta árs­fjórðungi í fyrra, og er þetta besti fjórðung­ur frá ár­inu 2022 þegar kem­ur að þókn­un­um.

Aðrar rekstr­ar­tekj­ur voru 3,3 millj­arðar króna sem skýrist að mestu af virðis­hækk­un þró­un­ar­eigna. Kjarna­tekj­ur, þ.e. hrein­ar vaxta-, þókn­ana- og trygg­inga­tekj­ur (án rekstr­ar­kostnaðar trygg­inga­starf­sem­inn­ar), juk­ust um 15,4% í sam­an­b­urði við sama tíma í fyrra.

Eig­in­fjár­hlut­fall bank­ans (CAR hlut­fall) var 21,5% og hlut­fall al­menns eig­in­fjárþátt­ar 1 var 18,3% í lok mars. Eig­in­fjár­hlut­fall og hlut­fall al­menns eig­in­fjárþátt­ar 1 eru vel um­fram kröf­ur sem sett­ar eru fram í lög­um og af Fjár­mála­eft­ir­liti Seðlabanka Íslands.

Haft er eft­ir Bene­dikt Gísla­sýni banka­stjóra Ari­on banka í til­kynn­ingu að af­koma Ari­on banka á fyrsta árs­fjórðungi hafi verið í sam­ræmi við mark­mið þrátt fyr­ir ýms­ar áskor­an­ir í ytra um­hverfi.

Það var góður meðbyr á nær öll­um sviðum starf­sem­inn­ar en styrk­ur Ari­on sam­stæðunn­ar er ekki síst fjöl­breytni þjón­ust­unn­ar sem nær til flestallra sviða fjár­mála heim­ila, fyr­ir­tækja og fjár­festa. Tekju­sköp­un er því mjög fjöl­breytt sem hef­ur sveiflu­jafn­andi áhrif og eyk­ur áhættu­dreif­ingu í starf­semi okk­ar. Áfram er fjár­hags­leg­ur styrk­ur sam­stæðunn­ar mik­ill og eig­in- og lausa­fjárstaða góð sem ger­ir okk­ur kleift að efla þjón­ustu okk­ar og tak­ast á við marg­vís­leg­ar áskor­an­ir í ytra um­hverfi," er haft eft­ir Bene­dikt. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK