Rekstur Eikar í takt við áætlun

Hreiðar Már Hermannsson, forstjóri Eikar.
Hreiðar Már Hermannsson, forstjóri Eikar. mbl.is/Eyþór

Sterk­ur vöxt­ur var í tekj­um og EBITDA hjá fast­eigna­fé­lag­inu Eik á fyrstu þrem­ur mánuðum árs­ins og var rekst­ur­inn í takt við áætl­un. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu til Kaup­hall­ar­inn­ar.

Rekstr­ar­tekj­ur fé­lags­ins námu 2.964 millj­ón­ir króna á fyrstu þrem­ur mánuðum árs­ins 2025 og juk­ust um 9,4% m.v. sama tíma­bil 2024. Þar af voru leigu­tekj­ur 2.589 millj­ón­ir króna og var raun­vöxt­ur um 4,7% á milli ára. Rekstr­ar­kostnaður nam 1.147 millj­ón­ir króna.

Rekstr­ar­hagnaður fyr­ir mats­breyt­ingu, sölu­hagnað og af­skrift­ir nam 1.817 millj­ón­ir króna sam­an­borið við 1.700 millj­ón­ir króna á sama tíma­bili árið áður og jókst um 6,9%. Hagnaður fyr­ir tekju­skatt nam 1.708 millj­ón­ir króna og heild­ar­hagnaður sam­stæðunn­ar á fyrstu þrem­ur mánuðum árs­ins 2025 nam 1.366 millj­ón­ir króna.

NOI hlut­fall (þ.e. rekstr­ar­hagnaður fyr­ir mats­breyt­ingu og af­skrift­ir sem hlut­fall af leigu­tekj­um) nam 69,6% á fyrstu þrem­ur mánuðum árs­ins 2025 sam­an­borið við 71,0% fyr­ir sama tíma­bil 2024.

Heild­ar­eign­ir fé­lags­ins námu 160.890 millj­ón­um króna þann 31. mars 2025. Þar af eru fjár­fest­ing­ar­eign­ir að virði 147.606 millj­ón­ir króna og eign­ir til eig­in nota námu 5.816 millj­ón­um króna. Eigið fé fé­lags­ins nam 54.027 millj­ón­um króna í lok tíma­bils­ins og var eig­in­fjár­hlut­fall 33,6%. Á aðal­fundi fé­lags­ins þann 10. apríl 2025 var samþykkt að greiða út arð til hlut­hafa vegna rekstr­ar­árs­ins 2024 að fjár­hæð um 3.393,4 millj­ón­ir króna sem samþykkt var að greidd­ur yrði í tveim­ur greiðslum. 

Óbreytt­ar horf­ur

Horf­ur fé­lags­ins fyr­ir árið 2025 eru óbreytt­ar frá því sem birt var þann 5. fe­brú­ar síðastliðinn. Sam­kvæmt fjár­hags­áætl­un fyr­ir árið 2025 spá­ir fé­lagið því að rekstr­ar­tekj­ur fé­lags­ins verði á bil­inu 12.055 – 12.545 millj­ón­ir króna á föstu verðlagi m.v. vísi­tölu neyslu­verðs í janú­ar 2025. Þar af eru leigu­tekj­ur áætlaðar á bil­inu 10.375 – 10.800 millj­ón­ir króna og m.v. miðgildi spár­inn­ar vænt­ir fé­lagið u.þ.b. 5% raun­vexti leigu­tekna. Þá áætl­ar fé­lagið að EBITDA árs­ins verði á bil­inu 7.620 – 7.940 millj­ón­ir króna.

Mark­mið fé­lags­ins er að í árs­lok 2025 verði virðisút­leigu­hlut­fall fé­lags­ins orðið 95% ásamt því að skrifað hafi verið und­ir samn­inga um 6.400 fer­metra af þró­un­ar­fer­metr­um til viðbót­ar við þá 4.600 fm. þró­un­ar­fer­metra sem nú þegar hef­ur verið skrifað und­ir. Gangi þær áætlan­ir eft­ir vænt­ir fé­lagið að á árs­grund­velli muni leigu­tekj­ur m.v. nú­ver­andi eigna­safn hækka um 540 – 570 millj­ón­ir króna m.v. fram­an­greinda spá.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK