Löndin læra hvert af öðru um velsæld

Fjallað verður um hvernig hægt sé að nota velsældarviðmið við …
Fjallað verður um hvernig hægt sé að nota velsældarviðmið við opinbera stefnumótun og í atvinnulífinu. Gary Gillespie er einn fyrirlesara. Morgunblaðið/Eyþór

Gary Gil­lespie, aðal­hag­fræðing­ur skosku rík­is­stjórn­ar­inn­ar, seg­ir í sam­tali við Morg­un­blaðið að lönd­in sem taki þátt í vel­sæld­arþing­inu (e. Well­being Economy For­um) sem lýk­ur Hörpu í dag séu hvert með sín áherslu­atriði og úr­lausn­ar­efni.

Gil­lespie er meðal fram­sögu­manna á þing­inu, sem haldið er ár­lega.

Hann seg­ir aðspurður að vel­sæld­ar­mál séu víðfeðmt svið. „Ein af áskor­un­um er að vera skýr­ari í skil­grein­ing­um. Við í Skotlandi höf­um verið að horfa á bar­áttu gegn fá­tækt, græna hag­kerfið, lofts­lags­mál og annað í tengsl­um við efna­hag­inn m.a. Wales hef­ur sett fókus á kyn­slóðir framtíðar­inn­ar. Vel­ferð og heilsa eru áber­andi mál­efni hjá Íslandi, Kan­ada og Finn­landi. Þannig að for­gangs­mál­in eru aðeins ólík eft­ir lönd­um í þessu sam­starfi,“ seg­ir Gil­lespie, sem hef­ur látið sig vel­sæld­ar­hag­fræði varða sl. átta ár. „Vel­sæld­ar­mál þarf að skoða í sam­hengi við jafn­rétti, lofts­lags­mál, nátt­úr­una og líf­ræn­an fjöl­breyti­leika. Svo þarf að líta á hlut­verk hag­fræðinn­ar í öllu sam­an.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK