Skyr sigrar Bandaríkin

Reykjavik Creamery, með íslenskt hugvit, skyr og gríska jógúrt, veldur …
Reykjavik Creamery, með íslenskt hugvit, skyr og gríska jógúrt, veldur byltingu í Bandaríkjunum.

Í Mið-Penn­sylvan­íu rek­ur Íslend­ing­ur­inn Gunn­ar Birg­is­son eitt ör­ast vax­andi mjólk­ur­vöru­fyr­ir­tæki Banda­ríkj­anna, Reykja­vik Crea­mery. Fyr­ir­tækið, sem sér­hæf­ir sig í fram­leiðslu á skyri og grískri jóg­úrt, hef­ur vaxið um 70-100% ár­lega frá ár­inu 2021 og er nú á loka­stigi und­ir­bún­ings 10.000 fer­metra viðbygg­ing­ar – sem þre­fald­ar nú­ver­andi fram­leiðslu­getu.

Gunn­ar starfaði áður sem fjár­mála­stjóri Víf­il­fells en hug­mynd­in um að stofna sitt eigið fyr­ir­tæki í Banda­ríkj­un­um kviknaði þegar hann tók þátt í þróun Ein­stök bjórs eft­ir hrun. Árið 2016 fór hann til Dan­merk­ur til að kynna sér mjólk­ur­vinnslu í verki og lét hanna sér­hæfðan búnað til skyr­fram­leiðslu. Hann prófaði vör­una í Kali­forn­íu, en þegar til­valið hús­næði losnaði í Penn­sylvan­íu­ríki gafst hon­um ein­stakt tæki­færi til að hefja eig­in rekst­ur.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK